„Þeirra er skömmin“ - „Það verður eftir því tekið hvernig atkvæði falla hér í dag“ Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. febrúar 2024 11:31 Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef þurft að spyrja mig undanfarna daga hvort ég sé stödd í hliðarraunveruleika þegar ég sé nokkra fulltrúa stjórnarandstöðunnar vilja í fyrsta skipti ræða af alvöru stöðu flóttamannamála á Íslandi. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins segjum bara velkomin loksins í mikilvæga umræðu. Það er tilgangur okkar í stjórnmálum að tala fyrir sannfæringu okkar og það felst einnig í því að reyna að fá fólk til að skipta um skoðun. Það er því fagnaðarefni að sjá breytingu í afstöðu forystumanna stjórnarandstöðunnar í þessum málaflokki eftir að hafa ítrekað lagst gegn tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta. Það liggur enginn vafi á að við Íslendingar höfum sannarlega staðið við okkar alþjóðlegu skuldbindingar þegar kemur að móttöku flóttafólks og viljum áfram gera. En þegar verkefnið er orðið okkur of mikil áskorun verður að vera hægt að líta inn á við og ræða til að mynda hvers vegna okkar lagaumgjörð um málaflokkinn er önnur og rýmri en á hinum Norðurlöndunum. Við höfum lengi reynt að bjóða upp á þetta samtal. Því hefur stundum verið tekið fálega en oftar með upphrópunum. Það þarf ekki að leita lengra en þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk nauðsynlegar lagabreytingar í gegn á þinginu í fyrra eftir að hafa lagt þær fram í nokkur ár þar á undan. Ummæli fulltrúa þessara flokka sem féllu við það tilefni og má sjá dæmi um í fyrirsögn þessa pistils báru ekki með sér mikla yfirvegun gagnvart efnisatriðum máls. Það verður reyndar að viðurkennast að miðað við hvernig var talað af þeirra hálfu þá er auðvitað bara bráðfyndin furðufrétt að sjá þá núna kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa ekki fengið öll mál sín í gegn undanfarin ár þegar þeir sjálfir stuðluðu að því að það var ekki hægt. Það er eitt að ætla nú loksins að stíga inn í samtalið um hvernig við náum utan um flókin mál; hvernig við gætum að íslensku samfélagi með mannúð og raunsæi að leiðarljósi, veitum öðrum hjálparhönd þannig að sómi sé að um leið og við lærum af reynslu annarra. Samfélagslegt samtal má ekki verða þannig að við skirrumst við að taka þátt í því. Þá er hætt við að einu raddirnar sem heyrast séu þeirra sem heitast er í hamsi. Þetta er því auðvitað samtal sem þarf að taka, á breiðum grunni, af yfirvegun og án alhæfinga. Það að stíga hins vegar nú fram með sverðið á lofti, líkt og varaformaður Samfylkingarinnar gerði í frétt á Mbl í gær, tala um hörmungarástand í útlendingamálum og láta sem Samfylkingin ein vilji nú allt í einu fara að ræða þessi mál er eiginlega hlægilegt. Það er ekkert síður skrautlegt að varaformaðurinn vari um leið þungur á brún við skautun þegar flokkurinn á sinn skammt af svívirðingum gagnvart þeim sem voru þeim ósammála þegar þessi mál hafa verið til umræðu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ég ætla ekki að elta ólar við allt það sem orkar tvímælis við þennan nýja og óvænta hliðarraunveruleika. Ég leyfi mér bara að vona hann verði til þess að umræðan um þessi mál færist loksins í skynsamari og yfirvegaðri átt. Færist frá gífuryrðum þar sem öll sem dirfast að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni eru umsvifalaust dæmd vont fólk og nær því hvernig sé hægt að bæta málaflokkinn. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun