„Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. febrúar 2024 20:39 Páll Magnússon segir málaflokk hælisleitenda kominn í óefni. Vísir/Vilhelm Færsla Páls Magnússonar, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, þar sem hann fjallar um aðkomu umsækjenda að alþjóðlegri vernd að hnífstunguáras, hefur vakið athygli. Hann segir málið skýrt dæmi um það óefni sem málaflokkur hælisleitenda og landamæravarsla sé kominn í. Í gær var greint frá því að karlmaður væri í haldi lögreglu grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í íbúðarhúsnæði að Skógarvegi í Fossvogi. Tveir voru fluttir á sjúkahús en áverkar þeirra voru óverulegir. Páll Magnússon, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksing og útvarpsstjóri, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá því að annar árásarmannanna sé umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Palestínu og hafi áður verið vísað úr landi 12. október á síðasta ári í lögreglufylgd. Hann hafi snúið aftur hingað til lands daginn eftir að lögreglumennirnir komu heim, 13. október. Atburðarrásin sé dæmi um það „fullkomna stjórnleysi sem ríkir í þessum málaflokki á Íslandi - og grátlega vanhæfni stjórnvalda til að takast á við þetta.“ Pistil Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að báðir mennirnir séu palestínskir karlmenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áreiðanlegar upplýsingar innan úr kerfinu Páll ræddi málið í samtali við Vísi. Spurður hvaðan hann hafi fyrrgreindar upplýsingar segir Páll: „Ég hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum innan þeirra stofnana sem um þetta mál fjalla. Ég er með mjög nákvæmar upplýsingar um þetta; dagsetningar, flugnúmer, nöfn á aðilum og annað. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu nema ég væri viss um að þetta væru áreiðanlegar upplýsingar,“ svarar Páll og bætir við að hann hafi ekki gengið sérstaklega á eftir þeim, heldur hafi fólk, sem ofbauð hvernig þessum málum væri fyrir komið, haft samband við hann að fyrra bragði. Í færslunni lýsir Páll því að hætta hafi verið talin stafa af manninum og því hafi þrír lögreglumenn fylgt honum, í stað tveggja, líkt og vaninn sé. „Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum mánuðum og gerði í raun ráð fyrir því að manninum hafi verið brottvísað á ný til Grikklands og farið úr landinu, líkt og niðurstaða yfirvalda kvað á um á sínum tíma. Svo var mér bent á það í gær að maðurinn væri enn hér á landinu og væri einn þeirra sem komu við sögu í þessum hnífabardaga í fyrradag,“ segir Páll. Ekki sama krafa hér á landi Málaflokkur hælisleitenda er kominn í óefni, segir Páll. Það sé ástæðan fyrir færslu hans nú. „Hér er maður, sem búinn er að fá efnismeðferð um umsókn sem pólitískur flóttamaður á Íslandi, sem tók marga mánuði, og fengið höfnun þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði. Að honum sé fylgt úr landi með endurkomubanni en komi hér tveimur dögum síðar og er hér enn. Það er þetta óefni sem ég er að lýsa og er ástæða þess að ég segi frá þessu. Skýringin á þessu getur ekki verið önnur en sú að við erum enn ekki farin að krefjast þess af erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað, að þau skanni þau vegabréf sem hingað koma. Þú getur sem sagt komið hingað til lands, án þess að framvísa vegabréfi.“ „Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið hingað inn, af því við gerum ekki sömu kröfur til flugfélaga og aðrar þjóðir.“ Umræða án skotgrafa Páll ítrekar að þessi umræða snúi ekki að ástandinu á Gasa eða palestínska flóttamenn, eða hvernig tekið sé á móti þeim. „Þetta hefur bara með það að gera að landamæravarsla hér á Íslandi sé í einhverju lagi. Í einhverju samræmi við það hvernig aðrar þjóðir gera þetta. Hvernig við sjálf pössum upp á landamærin okkar, það verður hægt að ræða það án þess að menn fari í einhverjar allt aðrar skotgrafir út af einhverjum allt öðrum málum.“ Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að karlmaður væri í haldi lögreglu grunaður um að hafa framið hnífstunguárás í íbúðarhúsnæði að Skógarvegi í Fossvogi. Tveir voru fluttir á sjúkahús en áverkar þeirra voru óverulegir. Páll Magnússon, sem er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksing og útvarpsstjóri, skrifaði færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá því að annar árásarmannanna sé umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Palestínu og hafi áður verið vísað úr landi 12. október á síðasta ári í lögreglufylgd. Hann hafi snúið aftur hingað til lands daginn eftir að lögreglumennirnir komu heim, 13. október. Atburðarrásin sé dæmi um það „fullkomna stjórnleysi sem ríkir í þessum málaflokki á Íslandi - og grátlega vanhæfni stjórnvalda til að takast á við þetta.“ Pistil Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að báðir mennirnir séu palestínskir karlmenn, umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áreiðanlegar upplýsingar innan úr kerfinu Páll ræddi málið í samtali við Vísi. Spurður hvaðan hann hafi fyrrgreindar upplýsingar segir Páll: „Ég hef þetta eftir áreiðanlegum heimildum innan þeirra stofnana sem um þetta mál fjalla. Ég er með mjög nákvæmar upplýsingar um þetta; dagsetningar, flugnúmer, nöfn á aðilum og annað. Ég hefði ekki skrifað þessa færslu nema ég væri viss um að þetta væru áreiðanlegar upplýsingar,“ svarar Páll og bætir við að hann hafi ekki gengið sérstaklega á eftir þeim, heldur hafi fólk, sem ofbauð hvernig þessum málum væri fyrir komið, haft samband við hann að fyrra bragði. Í færslunni lýsir Páll því að hætta hafi verið talin stafa af manninum og því hafi þrír lögreglumenn fylgt honum, í stað tveggja, líkt og vaninn sé. „Mér var sögð þessi saga fyrir nokkrum mánuðum og gerði í raun ráð fyrir því að manninum hafi verið brottvísað á ný til Grikklands og farið úr landinu, líkt og niðurstaða yfirvalda kvað á um á sínum tíma. Svo var mér bent á það í gær að maðurinn væri enn hér á landinu og væri einn þeirra sem komu við sögu í þessum hnífabardaga í fyrradag,“ segir Páll. Ekki sama krafa hér á landi Málaflokkur hælisleitenda er kominn í óefni, segir Páll. Það sé ástæðan fyrir færslu hans nú. „Hér er maður, sem búinn er að fá efnismeðferð um umsókn sem pólitískur flóttamaður á Íslandi, sem tók marga mánuði, og fengið höfnun þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði. Að honum sé fylgt úr landi með endurkomubanni en komi hér tveimur dögum síðar og er hér enn. Það er þetta óefni sem ég er að lýsa og er ástæða þess að ég segi frá þessu. Skýringin á þessu getur ekki verið önnur en sú að við erum enn ekki farin að krefjast þess af erlendum flugfélögum, sem fljúga hingað, að þau skanni þau vegabréf sem hingað koma. Þú getur sem sagt komið hingað til lands, án þess að framvísa vegabréfi.“ „Við getum því ekki einu sinni passað upp á þetta eina hlið hingað inn, af því við gerum ekki sömu kröfur til flugfélaga og aðrar þjóðir.“ Umræða án skotgrafa Páll ítrekar að þessi umræða snúi ekki að ástandinu á Gasa eða palestínska flóttamenn, eða hvernig tekið sé á móti þeim. „Þetta hefur bara með það að gera að landamæravarsla hér á Íslandi sé í einhverju lagi. Í einhverju samræmi við það hvernig aðrar þjóðir gera þetta. Hvernig við sjálf pössum upp á landamærin okkar, það verður hægt að ræða það án þess að menn fari í einhverjar allt aðrar skotgrafir út af einhverjum allt öðrum málum.“
Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vill ekki að Ísland skeri sig úr í hælisleitendamálum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir núverandi hælisleitendakerfi ósanngjarnt. Hún vill ekki gera lítið úr áhyggjum fólks í breyttum heimi með auknum fjölda innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi. Ísland þurfi að ganga í sama takti og Norðurlöndin en með mannúð að sjónarmiði. Hún segir velferðarsamfélag þurfa landamæri og hefur skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. 14. febrúar 2024 14:00
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26