Náttúruvernd og hálendisþjóðgarður Kolbrún Haraldsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 12:00 Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna. Forgangsröðun á nýtingu orku og bætt dreifikerfi til að sporna við hverskonar óhóflegum virkjanaframkvæmdum er ekki vinsælt í eyrum þeirra sem sífellt vilja virkja meira á kostnað náttúrunnar. Það verður að sporna við þessari þróun og þar geta allir lagt sitt á vogarskálarnar. Við, almenningur í landinu, getum haft áhrif með ýmsum hætti. Við getum tekið þátt í umræðunni, komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif t.d. með því að vera virk í umhverfisverndarsamtökum og stutt við þeirra starfsemi. Það þarf að sameina málsvara náttúrunnar og í krafti þeirrar sameiningar erum við svo miklu sterkari. Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 kemur fram að markmið laganna sé að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru m.a. líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytt landslag. Þar eru einnig greinar er varða friðlýsingar óbyggðra víðerna og að friðlýsa má sem þjóðgarða stór náttúrusvæði sem eru lítt snortin og hafa að geyma sérstætt eða dæmigert lífríki, jarðmynjar og/eða landslag. Þar kemur fram að friðlýsingin skal miða að því að vernda heildstæð náttúruleg vistkerfi, jarðmynjar, landslag og menningarminjar sem einkenna svæðið og tryggja aðgang almennings að því til útivistar og til þess að kynnast náttúru og sögu svæðisins. Of langt mál væri að kafa djúpt í þessi lög hér en ég tel að þessi lög um náttúruvernd væru prýðileg umgjörð um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ég tel að með stofnun hálendisþjóðgarðs sé náttúrunni á hálendinu best borgið á heildina litið þar sem þá myndi skapast yfirsýn og samræming á verkferlum og vinnubrögðum hringinn í kringum landið. Þjóðgarði myndi fylgja aukin náttúruvernd, umsjón með viðkvæmum svæðum og stýring á álagi. Þjóðgarðar eru til vítt og breytt um heiminn og hafa gefist vel, bæði til verndar og nýtingar og ættum við að horfa til þeirrar góðu reynslu. Okkur ber skylda til að vernda náttúruna, nýta hóflega og skila henni til komandi kynslóða þannig að sómi sé að. Ákvarðanir sem við tökum í dag skipta máli og hafa áhrif á það hvernig arfleifð við skilum til okkar afkomenda. Ég vil trúa því að í umhverfis-orku og loftslagsráðuneyti sitji ráðherra sem hafi ríkan vilja til að gera vel í náttúruvernd og að hann geri sér grein fyrir hve tíminn sé naumur til að bjarga ómetanlegum ósnortnum víðernum og náttúruperlum á hálendinu. Fórnarkostnaður þess að gera ekkert í málunum yrði mikill og óafturkræfur. Að því sögðu hvet ég ráðherrann til að standa við og hefja nú þegar vinnu við stofnun þjóðgarðs á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendinu eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála frá 2021. Ég er þess fullviss að það stendur ekki á náttúruverndarsamtökum um allt land að taka þátt í þeirri vinnu auk þess sem ég trúi því að sveitarfélög, ferðaþjónustuaðilar, aðrir hagsmunaaðilar og almenningur myndu leggja sitt af mörkum. Varla þarf að brýna ríkisstjórnarflokkana þar sem þeir standa sameiginlega að sáttmálanum. Samtal allra aðila og yfirveguð umræða er lykilatriði til að slík vinna skili farsælli niðurstöðu. Höfundur er þroskaþjálfi og sérkennari auk þess að vera félagi í náttúruverndarsamtökum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun