Klósettleysi yfir Íslandi setti ferðaplönin úr skorðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2024 14:55 Leið flugvélarinnar frá Amsterdam til Los Angeles í gegnum lofthelgi Íslands. Airnav.radarbox Snúa þurfti við flugvél KLM-flugfélagsins á leið sinni frá Amsterdam til Los Angeles sökum klósettleysis. Flugvélin var í lofthelgi Íslands þegar ákvörðunin var tekin. Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu. Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjallað er um uppákomuna á vef Airlive.net. Um hafi verið að ræða flug KL601 sem lagði upp frá Amsterdam á þriðjudaginn um fjörutíu mínútum á eftir áætlun til Los Angeles. Flugvélin er af tegundinni Boeing 787-10 Dreamliner en ferðalagið í háloftunum frá höfuðborg Hollands til borgar englanna í Kaliforníu tekur um ellefu klukkustundir. Flugleiðin liggur í gegnum lofthelgi Íslands. Eftir um klukkustundarlangt flug varð áhöfninni ljóst að vandi væri á höndum. Farþegar höfðu kvartað yfir klósettleysi þar sem nokkur klósettin væru ekki nothæf. Níu klósett eru í vélinni; eitt frammi í, sex í miðju vélarinnar og tvö aftast. Samþykkti að halda för áfram, en... Farþegi tjáði Airlive.net að flugstjórinn hefði ákveðið að snúa förinni við en hefði skipt um skoðun undir áhrifum frá farþegum sem vildu halda för sinni áfram. Ekki leystist klósettvandinn heldur jókst. Var svo komið að aðeins eitt klósett af níu var nothæft þegar flugstjórinn sá engan annan möguleika en að snúa flugvélinni við og halda aftur til Amsterdam. Um það leyti var flugvélin í íslenski lofthelgi, í 34 þúsund feta hæð og fór svo að vélinni var lent á Schiphol í Amsterdam sex og hálfum klukkutíma eftir flugtak. Á byrjunarreit. KLM virðist þó hafa tekist að laga klósettin í farþegarýminu því flugvélinni var flogið til Houston í Bandaríkjunum daginn eftir. Ástæður bilunar klósettanna liggur ekki fyrir. Algeng orsök eru stíflur í vaski eða klósetti vegna þess að fólk kastar upp eða aðrir aðskotahlutir sem valda stíflu.
Fréttir af flugi Holland Bandaríkin Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira