Verðbólga haldi áfram að hjaðna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 11:35 Landsbankinn í Hafnarfirði. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans. Það sem mun hafa mest áhrif til hækkun vísitölunnar eru útsölulok en einnig hafa gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni áhrif á hækkunina. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Því er spáð að reiknuð húsaleiga hækki í febrúar en flugfargjöld til útlanda lækki og verði stærsti áhrifaþátturinn sem vegur á móti hækkunum. „Hafa ber í huga að ýmsir stórir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðmælingar næstu mánuði, ekki síst framvinda í kjaraviðræðum sem virðist takmörkuð um þessar mundir. Þótt verðbólguspálíkan okkar taki tillit til launabreytinga er erfitt að ákvarða áhrifin af þeim þegar jafnmikil óvissa ríkir um launaþróun og nú,“ segir í Hagsjánni. Hér fyrir neðan má sjá rit um þróun vísitöluneysluverðs í febrúar síðustu ár. Það mun draga úr verðhækkunum á mat samkvæmt spá bankans en verð á mat hækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Mesta hækkunin á matarverði var í janúar á síðata ári þegar hún nam tæpum tveimur prósentum. „Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% í febrúar, 0,64% í mars, 0,18% í apríl og 0,28% í maí. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,1% í febrúar, 6,2% í mars, 5,0% í apríl og 4,9% í maí. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru miklar í febrúar og apríl í fyrra og þar sem við spáum nú minni hækkunum en þá, lækkar árstakturinn töluvert þá mánuði. Fyrstu dagar páskanna í ár verða í mars og við gerum ráð fyrir að páskahækkun á flugfargjöldum mælist í mars og lækki á móti í apríl,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Verðlag Landsbankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans. Það sem mun hafa mest áhrif til hækkun vísitölunnar eru útsölulok en einnig hafa gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni áhrif á hækkunina. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Því er spáð að reiknuð húsaleiga hækki í febrúar en flugfargjöld til útlanda lækki og verði stærsti áhrifaþátturinn sem vegur á móti hækkunum. „Hafa ber í huga að ýmsir stórir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðmælingar næstu mánuði, ekki síst framvinda í kjaraviðræðum sem virðist takmörkuð um þessar mundir. Þótt verðbólguspálíkan okkar taki tillit til launabreytinga er erfitt að ákvarða áhrifin af þeim þegar jafnmikil óvissa ríkir um launaþróun og nú,“ segir í Hagsjánni. Hér fyrir neðan má sjá rit um þróun vísitöluneysluverðs í febrúar síðustu ár. Það mun draga úr verðhækkunum á mat samkvæmt spá bankans en verð á mat hækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Mesta hækkunin á matarverði var í janúar á síðata ári þegar hún nam tæpum tveimur prósentum. „Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% í febrúar, 0,64% í mars, 0,18% í apríl og 0,28% í maí. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,1% í febrúar, 6,2% í mars, 5,0% í apríl og 4,9% í maí. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru miklar í febrúar og apríl í fyrra og þar sem við spáum nú minni hækkunum en þá, lækkar árstakturinn töluvert þá mánuði. Fyrstu dagar páskanna í ár verða í mars og við gerum ráð fyrir að páskahækkun á flugfargjöldum mælist í mars og lækki á móti í apríl,“ segir í Hagsjánni.
Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.
Neytendur Verðlag Landsbankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent