Maðurinn sem setti upp körfuboltahring heima hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 10:19 Snorri Bjarnvin er maður sem lætur verkin tala. Hann setti einfaldlega körfuboltahring upp heima hjá sér. Hann vill þó taka það fram að hann er með bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Snorri Bjarnvin Jónsson spurði ekki einu sinni eiginkonuna um leyfi þegar hann lét áralangan draum rætast og setti upp körfuboltahring í forstofunni heima hjá sér. „Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í.
Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira