Maðurinn sem setti upp körfuboltahring heima hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2024 10:19 Snorri Bjarnvin er maður sem lætur verkin tala. Hann setti einfaldlega körfuboltahring upp heima hjá sér. Hann vill þó taka það fram að hann er með bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Snorri Bjarnvin Jónsson spurði ekki einu sinni eiginkonuna um leyfi þegar hann lét áralangan draum rætast og setti upp körfuboltahring í forstofunni heima hjá sér. „Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í. Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Ég veit ekki um neinn sem er með körfuboltahring inni heima hjá sér. Þá langar til þess en taka ekki slaginn,“ segir Snorri Bjarnvin Jónsson. Vinirnir hlógu og sögðu hann aldrei fá þetta samþykkt Snorri hélt upp á afmæli sitt nýverið, hann fékk uppáhaldið sitt sem er rúlluterta í morgunmat og … hann lét gamlan draum sinn rætast með körfuboltahringinn. „Þetta tók átján mánuði. Eða allt frá því að við keyptum þetta hús,“ segir Snorri en um er að ræða einbýlishús í Garðabæ. „Tvöföld meðganga og erfið fæðing. Það þurfti að sannfæra hana. Hún samþykkti þetta aldrei almennilega, ég bara setti hann upp!“ Snorri og eiginkona hans eiga þrjú börn og fluttu í húsið fyrir átján mánuðum. Forstofan er hærri til lofts en gerist og gengur og Snorri sá möguleikana í hendi sér. Og hér fyrir neðan má sjá Snorra leika listir sínar. „Já. Ég sá þetta strax þegar við keyptum að þarna var pláss fyrir körfu. Það var hlegið að þessu fyrst. Allir sem ég nefndi þetta við hlógu og sögðu: Eiginkonan samþykkir þetta aldrei. En, þarna kemur fjórða vaktin inn,“ segir Snorri og er harla ánægður með sig. Margir karlmenn sem hefja sambúð kannast við það að þeir hafa lítið um það að segja hvernig skipulagi er hagað innanhúss. Setti körfuboltahringinn einfaldlega upp Og þeir sem telja sig ráða einhverju um það, eru einmitt þar: Þeir telja sig ráða einhverju um það. Hvar eru plaggötin úr strákaherberginu? Hvar er myndin af Arnold? Hvar er plaggatið af Metallica? „Jú. Ég er í stjórnendastöðu í minni vinnu en við erum bara kóarar þegar við komum heim til okkar. Enginn vina minna er stjórnandi á sínu heimili. En ég fékk þetta í gegn með einhvers konar sannfæringarkrafti. Á maður ekki að framfylgja draumum sínum? Og af hverju er verið að stoppa það? Hver stoppar það? Eiginkonan!“ Snorri kann ekki alveg að lýsa því sem gerðist, hver er lykillinn að þessum árangri. Hann telur þetta sambland af þrautseigju og sannfæringarkrafti og svo því að stíga skrefið. Þora. Hann segir að karlmenn séu að þessu leyti upp til hópa kúgaðir. Það þorir enginn að segja neitt. En þetta er það sem Snorri kallar fjórðu vaktina; hann hvetur eiginkonu sína alltaf til að gera það sem hún vill gera. Fara í gönguskíðaferðir og svo framvegis. „Ég er vel giftur og hún á hrós skilið fyrir að standa ekki í vegi fyrir þessu,“ segir Snorri. Sem er með sérhannaðan bolta úr mjúkum svampi sem heyrist ekki í.
Körfubolti Hús og heimili Garðabær Ástin og lífið Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira