Víti til varnaðar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:01 Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu. Undir formerkjum samfélagslegrar ábyrgðar réttlæta fulltrúar stjórnmálanna, einkum þeir sem tilheyra vinstri væng þeirra, aukin inngrip í rekstur fyrirtækjanna með hærri sköttum, þungbæru regluverki og eftirlitsbákni. Sömu stjórnmálamenn líta illum augum á hagnað fyrirtækjanna og telja hið opinbera verða af tekjum með því að skattleggja hann ekki frekar. Það er nefnilega svo að þeir telja leiðina að auknum tekjum ríkissjóðs liggja í skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki. Þingmaður Framsóknarflokksins hugsaði sér gott til glóðarinnar í gær og varpaði aftur fram þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að leggja hvalrekaskatt á bankanna. Máli sínu til rökstuðnings benti hann á að óeðlilegur hagnaður væri í bankakerfinu og að vaxtamunur bankanna hafi aukist undanfarin misseri; hvalrekaskattur væri þannig til þess fallinn að „stuðla að sanngjarnari skiptingu byrða milli fólks og fyrirtækja“. Þarna afhjúpar þingmaðurinn grímulaust þekkingarleysi sitt á fjármálakerfinu og fyrirtækjarekstri almennt. Viðskiptavinir bankanna munu á endanum bera skattlagninguna, enda er það svo að ef skattar á bankana hækka þá hækka þeir álagningu sína. Niðurstaðan verður andstæð upphaflegu markmiði. Hækkun skatta er skammgóður vermir. Til skamms tíma kann að vera að þeir skili auknum fjármunum í ríkissjóð. Hins vegar bitna háir skattar til langs tíma á almenningi. Þeir raska rekstrargrundvelli fyrirtækja, draga úr samkeppnishæfni þeirra og veikja hvata einstaklinga til að hefja sjálfstæðan rekstur eða erlendra aðila til að hasla sér völl hér á landi. Þannig molnar undir vexti efnahagslífsins. Það er tómt mál að tala um eflingu velferðarkerfisins án þess að tala fyrir stöndugu atvinnulífi. Sterkt atvinnulíf leiðir af sér öflugra velferðarkerfi - og öfugt. Lítið fer fyrir þessum áherslum hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Þeir eiga það til að stilla þessum þáttum upp sem andstæðum, að eitt útiloki annað. Það er mikið áhyggjuefni að kjörnir fulltrúar átti sig ekki á samhengi hlutanna. Þeir eru oft svo fastir í þeirri hugsun að taka þurfi stærri sneið af kökunni að þeir missa af aðalatriðinu; að stækka kökuna - öllum til hagsbóta. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun