Vegagerð á villigötum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 6. febrúar 2024 11:01 Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun