Réttarríki ríka fólksins? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar