Verktakar sjá fram á metár í útboðum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. janúar 2024 20:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Sigurjón Ólason Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Útboðsþingi. Þangað mættu verktakar landsins og vinnuvélaeigendur til að hlýða á fulltrúa opinberra aðila lýsa þeim framkvæmdum sem þeir hyggjast bjóða út í ár. „Útboðin, það verður væntanlega slegið met á árinu, ef áform ganga eftir. Við erum að sjá töluna í fyrsta sinn fara yfir 200 milljarða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En því til viðbótar verða miklar fjárfestingar á árinu. Talan þar er 175 milljarðar og ég held að við höfum aldrei séð eins háa tölu þar,“ segir Sigurður ennfremur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Sigurjón Ólason Þyngst vega útboð Landsvirkjunar á Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, útboð vegna nýja Landspítalans og svo Vegagerðin, að því er fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra taldi upp helstu framkvæmdir í vegagerð; lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, hringvegur um Hornafjarðarfljót, breikkun Kjalarnesvegar, þar sem akstursstefnur verða aðskildar, áframhaldandi uppbygging Vestfjarðavegar og Norðausturvegur um Brekknaheiði en með þeirri framkvæmd segir hann að verði komið bundið slitlag milli allra þéttbýlisstaða á Norðausturlandi. Samtök iðnaðarins lýsa sérstökum áhyggjum af uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins sem og stöðu orkumála. „Og eftir tímabil fyrir nokkrum árum síðan, þar sem var lítið að gert, þá erum við einfaldlega komin í heilmikla skuld, innviðaskuld. Og við erum í raun minnt á þetta reglulega, hvort sem það er vegakerfið, rafmagnið að slá út, vatnsveitan, hitaveitan, orkuöflun og svo framvegis,“ segir Sigurður Hannesson. Fundarsalurinn á Grand Hótel Reykjavík var þéttsetinn.Sigurjón Ólason Aðgerðir vegna Grindavíkur eru stóri óvissuþátturinn, eins og uppkaup húsnæðis. „Sem kallar auðvitað þá á að Grindvíkingar fara af miklum krafti hér inn á íbúðamarkaðinn,“ segir Sigurður Ingi. „Við munum þurfa að fara í einhverjar mótvægisaðgerðir. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að fresta neinum stórframkvæmdum á þessum tímapunkti.“ -En það kæmi til greina? „Það getur verið ein af mótvægisaðgerðunum,“ svarar ráðherrann. Takmörkuð framleiðslugeta byggingariðnaðarins gæti þurft að beinast að þörf Grindvíkinga. „Og ef við þurfum að byggja enn fleiri íbúðir, á þessu og næsta ári, til þess að takast á við þennan vanda, þá getur vel verið að menn geti ekki byggt önnur hús á meðan,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Efnahagsmál Samgöngur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Landspítalinn Húsnæðismál Grindavík Byggingariðnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Tengdar fréttir Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Útboðsþingi. Þangað mættu verktakar landsins og vinnuvélaeigendur til að hlýða á fulltrúa opinberra aðila lýsa þeim framkvæmdum sem þeir hyggjast bjóða út í ár. „Útboðin, það verður væntanlega slegið met á árinu, ef áform ganga eftir. Við erum að sjá töluna í fyrsta sinn fara yfir 200 milljarða,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „En því til viðbótar verða miklar fjárfestingar á árinu. Talan þar er 175 milljarðar og ég held að við höfum aldrei séð eins háa tölu þar,“ segir Sigurður ennfremur. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Sigurjón Ólason Þyngst vega útboð Landsvirkjunar á Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, útboð vegna nýja Landspítalans og svo Vegagerðin, að því er fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra taldi upp helstu framkvæmdir í vegagerð; lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, hringvegur um Hornafjarðarfljót, breikkun Kjalarnesvegar, þar sem akstursstefnur verða aðskildar, áframhaldandi uppbygging Vestfjarðavegar og Norðausturvegur um Brekknaheiði en með þeirri framkvæmd segir hann að verði komið bundið slitlag milli allra þéttbýlisstaða á Norðausturlandi. Samtök iðnaðarins lýsa sérstökum áhyggjum af uppsafnaðri viðhaldsþörf vegakerfisins sem og stöðu orkumála. „Og eftir tímabil fyrir nokkrum árum síðan, þar sem var lítið að gert, þá erum við einfaldlega komin í heilmikla skuld, innviðaskuld. Og við erum í raun minnt á þetta reglulega, hvort sem það er vegakerfið, rafmagnið að slá út, vatnsveitan, hitaveitan, orkuöflun og svo framvegis,“ segir Sigurður Hannesson. Fundarsalurinn á Grand Hótel Reykjavík var þéttsetinn.Sigurjón Ólason Aðgerðir vegna Grindavíkur eru stóri óvissuþátturinn, eins og uppkaup húsnæðis. „Sem kallar auðvitað þá á að Grindvíkingar fara af miklum krafti hér inn á íbúðamarkaðinn,“ segir Sigurður Ingi. „Við munum þurfa að fara í einhverjar mótvægisaðgerðir. En það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að fresta neinum stórframkvæmdum á þessum tímapunkti.“ -En það kæmi til greina? „Það getur verið ein af mótvægisaðgerðunum,“ svarar ráðherrann. Takmörkuð framleiðslugeta byggingariðnaðarins gæti þurft að beinast að þörf Grindvíkinga. „Og ef við þurfum að byggja enn fleiri íbúðir, á þessu og næsta ári, til þess að takast á við þennan vanda, þá getur vel verið að menn geti ekki byggt önnur hús á meðan,“ segir Sigurður Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Efnahagsmál Samgöngur Orkumál Landsvirkjun Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Landspítalinn Húsnæðismál Grindavík Byggingariðnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Tengdar fréttir Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01 Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22 Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag. 30. janúar 2024 13:01
Útboð á vindmyllum í Búrfellslundi án þess að leyfi liggi fyrir Landsvirkjun hefur auglýst útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur. Verkefnið er boðið út með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál en sú óhefðbundna leið er farin til að flýta fyrir verkefninu. 17. janúar 2024 15:22
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Umferð hleypt á nýja veginn um Teigsskóg Stór stund rennur upp í vegamálum Vestfirðinga á morgun þegar vegurinn umdeildi um Teigsskóg verður opnaður umferð. Í dag var jafnframt skrifað undir verksamning um næsta verkáfanga; gerð vegfyllinga yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. 30. nóvember 2023 21:00