Svona er dagskrá Vetrarhátíðar í ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:48 Vetrarhátíð verður haldin í öllum bæjarfélögum höfuðborgarsvæðisins dagana 1. til 3. febrúar. Vilhelm Gunnarsson Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. til 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tilgangur hátíðarinnar er að lífga upp á borgarlífið á dimmustu vetrarmánuðunum með því að tengja saman ólíka menningarlega þætti, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hátíðin skiptist í þrennt Ljósaslóð, Sundlauganótt og Safnanótt. Upplifun við Hegningarhúsið Hátíðin verður sett 1. febrúar klukkan 19:00 fyrir framan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mun opna hátíðina með því að kveikja á ljóslistaverkinu Absorbed by light, eftir Gali May Lucas hönnuð frá Bretlandi og Karoline Hinz myndhöggvara frá Berlín. Þetta þátttökuverk hefur slegið í gegn á ljósahátiðinni í Amsterdam. Þrjár verur sitja hlið við hlið á bekk og sýna hefðbundna snjallsímanotkun: höfuð álút, fingurnir skrifa skilaboð á símann eða fletta á milli síðna á netinu og andlitin lýsast upp af símaskjánum. Þrátt fyrir að þau séu líkamlega á staðnum þá er hugur þeirra víðs fjarri. Gestir Vetrarhátíðar geta upplifað þessa tilfinningu með því að setjast á milli veranna í listaverkinu. Ljósaslóð Ljóslistaverkin mynda skemmtilega ljósaslóð á Vetrarhátíð í ár. 21 verk lýsir upp skammdegið á skapandi hátt og mynda skemmtilega gönguleið frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsi Reykjavíkur. Að venju verður ljóslistaverki varpað á Hallgrímskirkju og að þessu sinni er það verkið The Ice is Melting at the Pøules eftir danska listamanninn Martin Ersted sem er meðlimur í listamannahópnum Båll & Brand. Verkið er unnið í samstarfi við vísindamenn og listamenn um allan heim til að vekja athygli á markmiðum Parísarsamkomulagsins og heimsmarkmiðum SÞ. Verkið hefur verið sýnt á hátíðum víðs vegar um Evrópu. Sjón er sögu ríkari. Tölva Völva Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á spádómalistasýninguna „Tölva Völva“ þar sem samspil myndlistar, tónlistar, nýsköpunar og dulspeki kemur áhorfendum skemmtilega á óvart. Tvö ljóslistaverk styrkt af Veitum Glitsteinar- Við Fiskifélagið við Vesturgötu Verk eftir Katerina Blahutova, myndlistarkonu og Francesco Fabris, hljóðlistamann. Verkið er ljósaskúlptúr sem kallar fram tengingar við veturinn og myrkrið, en líka við samband manns og náttúru. Manngerðir ísmolar úr meðhöndluðu plasti minna á fallvaltleika jökulíss og hlut mannsins í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í náttúrunni. Staðarval er forvitnilegt og mun verkið koma vegfarendum sem eiga leið hjá á óvart. Hafnar.haus - Hringekja Verk eftir Owen Hindley, stafrænan myndlistarmann. Hugmyndin að verkinu er að virkja samfélag skapandi listamanna í listamannareknum vinnustofum í Hafnar.haus á Vetrarhátíð. Boðið verður upp á fjölbreytta nálgun ólíkra verka og sýnileika þess hóps sem starfar í Hafnarhaus um leið og vakin er athygli á óvenjulegu sjónarhorni í bæjarmyndinni. Ljóslistaverk og viðburðir þeim tengdum verða í gangi öll kvöld yfir hátíðina frá klukkan 18:30-22:30. Sundlauganótt Sundlauganótt verður haldin fimmtudaginn 1. febrúar. Öll sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verða alls þrettán sundlaugar opnar og er aðgangur ókeypis. Uppákomur verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, boðið verður upp á fljótandi fyrirlestur um sundmenningu á Íslandi, plötusnúðar munu sjá um tónlistina á laugarbakkanum, sirkusatriði og margt fleira. Gestir eru hvattir til að skella sér í sund slaka á og njóta stundarinnar. Þessar laugar taka þátt í Sundlauganótt: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug, Sundlaug Kópavogs, Salalaug, Lágafellslaug, Seltjarnarneslaug, Ásgarðslaug og Ásvallalaug. Safnanótt Gestum Vetrarhátíðar býðst að fara á fjölmörg söfn, um 40 talsins, á Safnanótt 2. febrúar og skoða ótal sýningar á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Í Hafnarhúsi verður Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði með örleiðsagnir um sýninguna Valdatafl-Erró, skrásetjari samtímans sem veita fróðlega innsýn í samhengi verkanna og pólitískan samtíma þeirra. Listamenn D-vítamíns verða með gjörninga og Danshópurinn Forward sýnir dansverk. Á Kjarvalsstöðum verður Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarmaður með leiðsögn listamanns um yfirlitssýninguna 0° 0°Núlleyja kl. 20. og 21. Opnað verður inn í listaverkageymslur safnsins þar sem einstakt tækifæri gefst til að skoða listaverk í safneign í fylgd safnafræðings. Skráning er nauðsynleg. Boðið verður upp á örleiðsagnir sýningarstjóra um sýninguna Kjarval og 20.öldin: „Þegar nútíminn lagði að.“ Í Ásmundarsafni verður boðið upp á opna teiknismiðju fyrir fólk á öllum aldri með myndlistarmanninum Sigurði Ámundasyni frá kl. 17-20. Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu frá 17.00 – 23.00. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakningum, afturgöngum, útburðum og fépúkum. Sagðar verða nokkrar vel valdar draugasögur. Öll velkomin, sem þora! Á Þjóðminjasafninu verður ljósmyndasýningin Ef garðálfar gætu talað sem er einstök heimild um hjólhýsabyggðina á Laugarvatni sem nú er liðin undir lok. Bjössi trúbador mun mæta og spila tónlist fyrir gesti. Óútreiknanlegir víkingar frá víkingafélaginu Rimmugýgi heimsækja Sögusafnið á Safnanótt, sýna vopn sín og fatnað, spjalla við gesti og gangandi og skemmta þeim eins og þeim er einum lagið. Skemmtidagskrá í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi Forvitnileg og fjörug dagskrá verður á Vetrarhátíð í Kópavogi. Vatnaballett, lúðraþeytarar og ljóðagjörningar, stjörnuskoðun og spádómar, silent diskó, Sigga Kling og miðausturlensk músíkveisla. Í Hafnarfirði verður boðið upp á barnatónleika, galdratáknasmiðju, fyrirlestra, tónleika, leiðsagnir um sýningar í Hafnarborg og Nidrahugleiðingu. Í Garðabæ verður dagskrá ætluð fjölskyldum sem fer fram á bókasafninu þar sem boðið verður meðal annars upp á kórsöng og bingó. Á Hönnunarsafninu verður boðið upp á sýningaropnun, jazz og stuð. Í Mosfellsbæ verður Álafoss sveipaður fjólubláum bjarma alla daga hátíðarinnar, og tilvalið að gera sér ferð þangað í rökkrinu. Frítt í sund í Lágafellslaug á Sundlauganótt og boðið upp á skemmtidagskrá. Á Safnanótt verður notaleg stemning í Bókasafni Mosfellsbæjar. Börnum verður boðið að koma með gömlu bækurnar sínar og velja sér aðrar í staðinn á Litla skiptibókamarkaðnum, Spilavinir mæta á staðinn og boðið verður upp á föndurnámskeið. Á Seltjarnarnesi verður boðið upp á fjölbreytta viðburði fyrir alla fjölskylduna. Bingó, myndlistarsýningar, tónlist, barnabókahöfundarnir Bergrún Íris og Gunnar Theódór koma í heimsókn, ratleikur, föndur, vinningar, pylsur, frostpinnar og margt fleira skemmtilegt. Frítt inn á alla viðburði Vetrarhátíðar. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is. Vetrarhátíð Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Tilgangur hátíðarinnar er að lífga upp á borgarlífið á dimmustu vetrarmánuðunum með því að tengja saman ólíka menningarlega þætti, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Hátíðin skiptist í þrennt Ljósaslóð, Sundlauganótt og Safnanótt. Upplifun við Hegningarhúsið Hátíðin verður sett 1. febrúar klukkan 19:00 fyrir framan Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri mun opna hátíðina með því að kveikja á ljóslistaverkinu Absorbed by light, eftir Gali May Lucas hönnuð frá Bretlandi og Karoline Hinz myndhöggvara frá Berlín. Þetta þátttökuverk hefur slegið í gegn á ljósahátiðinni í Amsterdam. Þrjár verur sitja hlið við hlið á bekk og sýna hefðbundna snjallsímanotkun: höfuð álút, fingurnir skrifa skilaboð á símann eða fletta á milli síðna á netinu og andlitin lýsast upp af símaskjánum. Þrátt fyrir að þau séu líkamlega á staðnum þá er hugur þeirra víðs fjarri. Gestir Vetrarhátíðar geta upplifað þessa tilfinningu með því að setjast á milli veranna í listaverkinu. Ljósaslóð Ljóslistaverkin mynda skemmtilega ljósaslóð á Vetrarhátíð í ár. 21 verk lýsir upp skammdegið á skapandi hátt og mynda skemmtilega gönguleið frá Hallgrímskirkju að Ráðhúsi Reykjavíkur. Að venju verður ljóslistaverki varpað á Hallgrímskirkju og að þessu sinni er það verkið The Ice is Melting at the Pøules eftir danska listamanninn Martin Ersted sem er meðlimur í listamannahópnum Båll & Brand. Verkið er unnið í samstarfi við vísindamenn og listamenn um allan heim til að vekja athygli á markmiðum Parísarsamkomulagsins og heimsmarkmiðum SÞ. Verkið hefur verið sýnt á hátíðum víðs vegar um Evrópu. Sjón er sögu ríkari. Tölva Völva Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á spádómalistasýninguna „Tölva Völva“ þar sem samspil myndlistar, tónlistar, nýsköpunar og dulspeki kemur áhorfendum skemmtilega á óvart. Tvö ljóslistaverk styrkt af Veitum Glitsteinar- Við Fiskifélagið við Vesturgötu Verk eftir Katerina Blahutova, myndlistarkonu og Francesco Fabris, hljóðlistamann. Verkið er ljósaskúlptúr sem kallar fram tengingar við veturinn og myrkrið, en líka við samband manns og náttúru. Manngerðir ísmolar úr meðhöndluðu plasti minna á fallvaltleika jökulíss og hlut mannsins í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í náttúrunni. Staðarval er forvitnilegt og mun verkið koma vegfarendum sem eiga leið hjá á óvart. Hafnar.haus - Hringekja Verk eftir Owen Hindley, stafrænan myndlistarmann. Hugmyndin að verkinu er að virkja samfélag skapandi listamanna í listamannareknum vinnustofum í Hafnar.haus á Vetrarhátíð. Boðið verður upp á fjölbreytta nálgun ólíkra verka og sýnileika þess hóps sem starfar í Hafnarhaus um leið og vakin er athygli á óvenjulegu sjónarhorni í bæjarmyndinni. Ljóslistaverk og viðburðir þeim tengdum verða í gangi öll kvöld yfir hátíðina frá klukkan 18:30-22:30. Sundlauganótt Sundlauganótt verður haldin fimmtudaginn 1. febrúar. Öll sveitafélögin á höfuðborgarsvæðinu taka þátt og verða alls þrettán sundlaugar opnar og er aðgangur ókeypis. Uppákomur verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, boðið verður upp á fljótandi fyrirlestur um sundmenningu á Íslandi, plötusnúðar munu sjá um tónlistina á laugarbakkanum, sirkusatriði og margt fleira. Gestir eru hvattir til að skella sér í sund slaka á og njóta stundarinnar. Þessar laugar taka þátt í Sundlauganótt: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Árbæjarlaug, Sundlaug Kópavogs, Salalaug, Lágafellslaug, Seltjarnarneslaug, Ásgarðslaug og Ásvallalaug. Safnanótt Gestum Vetrarhátíðar býðst að fara á fjölmörg söfn, um 40 talsins, á Safnanótt 2. febrúar og skoða ótal sýningar á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Í Hafnarhúsi verður Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði með örleiðsagnir um sýninguna Valdatafl-Erró, skrásetjari samtímans sem veita fróðlega innsýn í samhengi verkanna og pólitískan samtíma þeirra. Listamenn D-vítamíns verða með gjörninga og Danshópurinn Forward sýnir dansverk. Á Kjarvalsstöðum verður Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarmaður með leiðsögn listamanns um yfirlitssýninguna 0° 0°Núlleyja kl. 20. og 21. Opnað verður inn í listaverkageymslur safnsins þar sem einstakt tækifæri gefst til að skoða listaverk í safneign í fylgd safnafræðings. Skráning er nauðsynleg. Boðið verður upp á örleiðsagnir sýningarstjóra um sýninguna Kjarval og 20.öldin: „Þegar nútíminn lagði að.“ Í Ásmundarsafni verður boðið upp á opna teiknismiðju fyrir fólk á öllum aldri með myndlistarmanninum Sigurði Ámundasyni frá kl. 17-20. Litrík dagskrá verður í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur gestum að kostnaðarlausu frá 17.00 – 23.00. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segja frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakningum, afturgöngum, útburðum og fépúkum. Sagðar verða nokkrar vel valdar draugasögur. Öll velkomin, sem þora! Á Þjóðminjasafninu verður ljósmyndasýningin Ef garðálfar gætu talað sem er einstök heimild um hjólhýsabyggðina á Laugarvatni sem nú er liðin undir lok. Bjössi trúbador mun mæta og spila tónlist fyrir gesti. Óútreiknanlegir víkingar frá víkingafélaginu Rimmugýgi heimsækja Sögusafnið á Safnanótt, sýna vopn sín og fatnað, spjalla við gesti og gangandi og skemmta þeim eins og þeim er einum lagið. Skemmtidagskrá í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi Forvitnileg og fjörug dagskrá verður á Vetrarhátíð í Kópavogi. Vatnaballett, lúðraþeytarar og ljóðagjörningar, stjörnuskoðun og spádómar, silent diskó, Sigga Kling og miðausturlensk músíkveisla. Í Hafnarfirði verður boðið upp á barnatónleika, galdratáknasmiðju, fyrirlestra, tónleika, leiðsagnir um sýningar í Hafnarborg og Nidrahugleiðingu. Í Garðabæ verður dagskrá ætluð fjölskyldum sem fer fram á bókasafninu þar sem boðið verður meðal annars upp á kórsöng og bingó. Á Hönnunarsafninu verður boðið upp á sýningaropnun, jazz og stuð. Í Mosfellsbæ verður Álafoss sveipaður fjólubláum bjarma alla daga hátíðarinnar, og tilvalið að gera sér ferð þangað í rökkrinu. Frítt í sund í Lágafellslaug á Sundlauganótt og boðið upp á skemmtidagskrá. Á Safnanótt verður notaleg stemning í Bókasafni Mosfellsbæjar. Börnum verður boðið að koma með gömlu bækurnar sínar og velja sér aðrar í staðinn á Litla skiptibókamarkaðnum, Spilavinir mæta á staðinn og boðið verður upp á föndurnámskeið. Á Seltjarnarnesi verður boðið upp á fjölbreytta viðburði fyrir alla fjölskylduna. Bingó, myndlistarsýningar, tónlist, barnabókahöfundarnir Bergrún Íris og Gunnar Theódór koma í heimsókn, ratleikur, föndur, vinningar, pylsur, frostpinnar og margt fleira skemmtilegt. Frítt inn á alla viðburði Vetrarhátíðar. Skoðið fjölbreytta dagskrá Vetrarhátíðar á heimasíðu vetrarhatid.is.
Vetrarhátíð Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira