Amazon hættir við kaup á framleiðanda Roomba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 15:19 iRobot hefur tilkynnt að fyrirtækið muni segja upp 350 manns í kjölfar ákvörðunar Amazon. Justin Sullivan/Getty Images Amazon hefur hætt við kaup á snjallryksuguframleiðandanum iRobot. Ákvörðunin liggur fyrir örfáum dögum eftir að fréttir bárust af því að Evrópusambandið hygðist ekki veita fyrirtækinu leyfi fyrir kaupunum. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa. Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á iRobot, sem þekktast er fyrir framleiðslu sína á snjallryksugunni Roomba, hafi átt að kosta 1,4 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 193 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið lýsti því yfir í nóvember síðastliðnum að það hefði áhyggjur af áhrifum kaupanna á samkeppni á ryksugumarkaði. Amazon lýsti yfir upphaflega yfir áætlunum sínum um kaupin í ágúst 2022. Í yfirlýsingu sinni gagnrýnir fyrirtækið reglugerðarsetningu, án þess að minnast beinum orðum á ESB. Bandaríska netverslunin hefur þegar keypt rafvörutækjaframleiðendur líkt og Alexa og Ring. Þá höfðu hagsmunasamtök beggja vegna Atlantshafsins, í Bandaríkjunum og í Evrópu, lýst yfir áhyggjum af áhrifum kaupanna á samkeppni, að því er segir í umfjöllun Guardian. Amazon hefur ákveðið að greiða 94 milljónir bandaríkjadala til iRobot vegna riftunar á viðræðum um yfirtöku. Forsvarsmenn síðarnefnda fyrirtækisins hafa þegar tilkynnt að þeir muni reka 31 prósent starfsmanna sinna, 350 talsins vegna þessa.
Bretland Evrópusambandið Bandaríkin Samkeppnismál Amazon Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira