Lífskjarasamningarnir voru klúður Þórarinn Hjartarson skrifar 26. janúar 2024 15:00 Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun