Verbúðin Ísland Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 22. janúar 2024 06:30 Hvað er líkt með fiskinum í íslenskri landhelgi og hálendi Íslands? Bæði fiskurinn og hálendið eru auðlindir þjóðarinnar. Takmarkaðar auðlindir sem þarf að verja svo þær eyðist ekki. Vörnin getur verið aðgangsstýring, sem felur í sér yfirráða- og nýtingarrétt, sem er eftirsóttur af mörgum. En viljum við kvótakerfi sem færir fáum yfirráð og arð af auðlind sem við eigum öll? Eða viljum við eitthvað annað og þá hvað? Sjónvarpsþættirnir vinsælu, Verbúðin, varpa skýru ljósi á hvernig til tókst þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi. Stórútgerðin náði fullum yfirráðum yfir mikilvægustu auðlind þess tíma almenningi að óvörum. Örfáar fjölskyldur eiga fiskinn þótt það heiti annað. Við almúginn sem heyrum í hátíðaávörpum að sjávarauðlindin sé þjóðareign getum með engu móti skilið hvernig sú eign virkar í okkar þágu þegar forríkar stórútgerðir fá arðinn og eiga flest sem hægt er að eignast á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við hvernig sjávarauðlindinni var ráðstafað í hendur fárra. Hver á að gæta hálendisins? Við skiljum öll að það þarf að verja náttúruna, þótt almannarétturinn um frjálsa för í náttúrunni sé einstakur og mikil forréttindi. En hvað tekur við af almannaréttinum um frjálsa för þegar álag krefst stýringar? Það skiptir miklu. Í drögum að ferðamálastefnu segir að margt sé líkt með ferðamannaiðnaðinum og sjávarútvegi. Beita þurfi aðgangsstýringu til að tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu. Ef fyrirtæki fá réttinn til að nýta og stjórna umferðinni þarf að borga þeim fyrir aðgang eins og þekkt er. Sá möguleiki að gjöld fyrir aðgang renni í samfélagslega sjóði er líka nefndur í drögum að ferðamálastefnu. En þar heitir slíkt „vasi hins opinbera“. Blönduð leið er talin hugsanleg, en í áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda og sveitarfélaga er ekki að sjá að hálendisgarður í eigu þjóðarinnar hafi mikið vægi, þótt minniháttar útgáfu af honum sé að finna í ríkisstjórnarsáttmála. Hætta er á að öðru sinni verði sameiginleg auðlind okkar afhent örfáum, fyrir framan nefið á okkur, án þess að nauðsynleg umræða hafi farið fram í samfélaginu. Íslensk náttúra er á leiðinni í hendur fjárfesta eins og fiskurinn. Hálendisþjóðgarð fyrir okkur öll Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hálendið er líka ríkt af orku og svæðum sem hægt er að úthluta, byggja upp hratt og breyta eða selja fjársterku ferðafólki. Vindurinn, fossarnir, jöklarnir, víðernin, hverirnir, heiðarnar, fjöllin og sandarnir. Nýtingarmöguleikarnir eru óþrjótandi og nýtingarhugmyndirnar líka. Þjónustumiðstöðvar, hótel, vegakerfi, 45 vindorkugarðar, vatnsaflsvirkjanir, flutningur á fjöllum úr landi. Allt er þetta á teikniborðinu og sumt á hálendinu. Ætlunin er að tvöfalda ferðamannafjöldann og auðvelda aðgengi ferðafólks að hálendinu og byggja upp þjónustu. Í skipulagsdrögum sveitarfélaga á um suðurhálendið er stefnt að því að leggja stofnvegi færa fólksbílum í óbyggðum. Hótelkeðjur kæmu í stað fjallakofa á hálendinu og selt yrði inn á náttúruperlur. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Fjallabaksleið nyrðri eiga eftir skipulaginu að vera stofnbrautir. Með því yrðu Landmannalaugar, líkastar Leifsstöð hálendisins. Verndarsamtökin Náttúrugrið unnu í vikunni sigur gegn áformum um stórfellda uppbyggingu í friðlandinu nærri Landmannalaugum. Viðbrögðin gefa von um að niðurstaðan hvetji sveitarstjórnir til endurmats á umgengni sinni við náttúruna og friðuð svæði. Með hálendisþjóðgarði yrði umferð stýrt í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Neyð fjárfesta Erindrekar hraðrar alnýtingarstefnu hamra á hagvexti og atvinnutækifærum í ástandi þar sem næst ekki að manna störf sem fyrir hendi eru, öðruvísi en með fjölda innflutts starfsfólks. Talað er um „neyðarástand og kyrrstöðu“ það verði að „einfalda ferla“ og „virkja fyrir orkuskipti og loftslagið.“ Samt fer 80 prósent af allri orku sem við framleiðum til stórnotenda og gagnaver hafa sprottið upp eins og gorkúlur í miðju „neyðarástandi“. Tíminn sem tekur að fara yfir og veita leyfi til framkvæmda hefur ekki skapað „neyð“ fyrir almenning, en ofsala á rafmagni til hvers sem hafa vill hefur leitt til orkuskorts sem mun bitna á heimilunum, ef stjórnmálamenn bregðast þeim skyldum sínum að tryggja forgangsorku til heimila með lögum, eins og hefði átt að gera fyrir löngu. Margumtalað „neyðarástand“ er hinsvegar neyð fjárfesta sem vilja komast hraðar yfir fjöregg þjóðarinnar. Náttúran græðir hvorki á harkalegri nýtingu auðlinda, né stórsókn inn á hálendið. Framtíðin ekki heldur. Vöknum á nýju ári, fyrir náttúruna og okkur sjálf Hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út? Spurningarnar eru langtum fleiri en svörin. Viljum við náttúrukvóta til hálendisgreifa sem stjórna nýtingu á hálendinu? Viljum við að hálendið fyllist af stofnbrautum, fólksbílum, ferðamönnum og þjónustumiðstöðvum? Er tilgangur náttúru Íslands, hámarks arðsemi? Á að úthluta þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk náttúra er til sterkra fyrirtækja á sama hátt og sjávarauðlindinni? Hvert verður auðlindagjaldið. Hvað fær almenningur í sinn hlut, annað en skert aðgengi, raskað umhverfi og dýrari orku? Hvernig samrýmist öll þessi uppbygging loftslagsmarkmiðum? Eigum við að ræða þetta eða sitja þögul í Verbúðinni Íslandi og treysta á að fjárfestar og fyrirtæki hafi hagsmuni náttúrunnar í forgangi, en ekki sína eigin? Höfundur e framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er líkt með fiskinum í íslenskri landhelgi og hálendi Íslands? Bæði fiskurinn og hálendið eru auðlindir þjóðarinnar. Takmarkaðar auðlindir sem þarf að verja svo þær eyðist ekki. Vörnin getur verið aðgangsstýring, sem felur í sér yfirráða- og nýtingarrétt, sem er eftirsóttur af mörgum. En viljum við kvótakerfi sem færir fáum yfirráð og arð af auðlind sem við eigum öll? Eða viljum við eitthvað annað og þá hvað? Sjónvarpsþættirnir vinsælu, Verbúðin, varpa skýru ljósi á hvernig til tókst þegar kvótakerfinu var komið á í sjávarútvegi. Stórútgerðin náði fullum yfirráðum yfir mikilvægustu auðlind þess tíma almenningi að óvörum. Örfáar fjölskyldur eiga fiskinn þótt það heiti annað. Við almúginn sem heyrum í hátíðaávörpum að sjávarauðlindin sé þjóðareign getum með engu móti skilið hvernig sú eign virkar í okkar þágu þegar forríkar stórútgerðir fá arðinn og eiga flest sem hægt er að eignast á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar er ósáttur við hvernig sjávarauðlindinni var ráðstafað í hendur fárra. Hver á að gæta hálendisins? Við skiljum öll að það þarf að verja náttúruna, þótt almannarétturinn um frjálsa för í náttúrunni sé einstakur og mikil forréttindi. En hvað tekur við af almannaréttinum um frjálsa för þegar álag krefst stýringar? Það skiptir miklu. Í drögum að ferðamálastefnu segir að margt sé líkt með ferðamannaiðnaðinum og sjávarútvegi. Beita þurfi aðgangsstýringu til að tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu. Ef fyrirtæki fá réttinn til að nýta og stjórna umferðinni þarf að borga þeim fyrir aðgang eins og þekkt er. Sá möguleiki að gjöld fyrir aðgang renni í samfélagslega sjóði er líka nefndur í drögum að ferðamálastefnu. En þar heitir slíkt „vasi hins opinbera“. Blönduð leið er talin hugsanleg, en í áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda og sveitarfélaga er ekki að sjá að hálendisgarður í eigu þjóðarinnar hafi mikið vægi, þótt minniháttar útgáfu af honum sé að finna í ríkisstjórnarsáttmála. Hætta er á að öðru sinni verði sameiginleg auðlind okkar afhent örfáum, fyrir framan nefið á okkur, án þess að nauðsynleg umræða hafi farið fram í samfélaginu. Íslensk náttúra er á leiðinni í hendur fjárfesta eins og fiskurinn. Hálendisþjóðgarð fyrir okkur öll Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hálendið er líka ríkt af orku og svæðum sem hægt er að úthluta, byggja upp hratt og breyta eða selja fjársterku ferðafólki. Vindurinn, fossarnir, jöklarnir, víðernin, hverirnir, heiðarnar, fjöllin og sandarnir. Nýtingarmöguleikarnir eru óþrjótandi og nýtingarhugmyndirnar líka. Þjónustumiðstöðvar, hótel, vegakerfi, 45 vindorkugarðar, vatnsaflsvirkjanir, flutningur á fjöllum úr landi. Allt er þetta á teikniborðinu og sumt á hálendinu. Ætlunin er að tvöfalda ferðamannafjöldann og auðvelda aðgengi ferðafólks að hálendinu og byggja upp þjónustu. Í skipulagsdrögum sveitarfélaga á um suðurhálendið er stefnt að því að leggja stofnvegi færa fólksbílum í óbyggðum. Hótelkeðjur kæmu í stað fjallakofa á hálendinu og selt yrði inn á náttúruperlur. Kaldidalur, Kjölur, Sprengisandur, Fjallabaksleið nyrðri eiga eftir skipulaginu að vera stofnbrautir. Með því yrðu Landmannalaugar, líkastar Leifsstöð hálendisins. Verndarsamtökin Náttúrugrið unnu í vikunni sigur gegn áformum um stórfellda uppbyggingu í friðlandinu nærri Landmannalaugum. Viðbrögðin gefa von um að niðurstaðan hvetji sveitarstjórnir til endurmats á umgengni sinni við náttúruna og friðuð svæði. Með hálendisþjóðgarði yrði umferð stýrt í þágu náttúrunnar og samfélagsins. Neyð fjárfesta Erindrekar hraðrar alnýtingarstefnu hamra á hagvexti og atvinnutækifærum í ástandi þar sem næst ekki að manna störf sem fyrir hendi eru, öðruvísi en með fjölda innflutts starfsfólks. Talað er um „neyðarástand og kyrrstöðu“ það verði að „einfalda ferla“ og „virkja fyrir orkuskipti og loftslagið.“ Samt fer 80 prósent af allri orku sem við framleiðum til stórnotenda og gagnaver hafa sprottið upp eins og gorkúlur í miðju „neyðarástandi“. Tíminn sem tekur að fara yfir og veita leyfi til framkvæmda hefur ekki skapað „neyð“ fyrir almenning, en ofsala á rafmagni til hvers sem hafa vill hefur leitt til orkuskorts sem mun bitna á heimilunum, ef stjórnmálamenn bregðast þeim skyldum sínum að tryggja forgangsorku til heimila með lögum, eins og hefði átt að gera fyrir löngu. Margumtalað „neyðarástand“ er hinsvegar neyð fjárfesta sem vilja komast hraðar yfir fjöregg þjóðarinnar. Náttúran græðir hvorki á harkalegri nýtingu auðlinda, né stórsókn inn á hálendið. Framtíðin ekki heldur. Vöknum á nýju ári, fyrir náttúruna og okkur sjálf Hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út? Spurningarnar eru langtum fleiri en svörin. Viljum við náttúrukvóta til hálendisgreifa sem stjórna nýtingu á hálendinu? Viljum við að hálendið fyllist af stofnbrautum, fólksbílum, ferðamönnum og þjónustumiðstöðvum? Er tilgangur náttúru Íslands, hámarks arðsemi? Á að úthluta þeirri takmörkuðu auðlind sem íslensk náttúra er til sterkra fyrirtækja á sama hátt og sjávarauðlindinni? Hvert verður auðlindagjaldið. Hvað fær almenningur í sinn hlut, annað en skert aðgengi, raskað umhverfi og dýrari orku? Hvernig samrýmist öll þessi uppbygging loftslagsmarkmiðum? Eigum við að ræða þetta eða sitja þögul í Verbúðinni Íslandi og treysta á að fjárfestar og fyrirtæki hafi hagsmuni náttúrunnar í forgangi, en ekki sína eigin? Höfundur e framkvæmdastjóri Landverndar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun