Skammist ykkar! Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson skrifa 21. janúar 2024 19:31 Við erum foreldrar og teljum okkur tilneydd að tjá okkur um þáttaröð um Sigurð Þórðarson (einnig þekktur sem Siggi hakkari) og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar okkar Bergs Snæs. Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri. Við áttum samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Í þeim tókum við skýrt fram að við vildum ekki vera tengd gerð þessara þátta og að við vorum þeirrar skoðunar að það ætti alls ekki að gera þessa þætti, Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er. Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu. Að sögn rannsóknalögreglu var vitnisburðurinn samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar. Saksóknari ákvað, engu að síður, að fella niður mál sonar okkar vegna neitunar Sigurðar. Þrátt fyrir að hægt væri að afsanna þessi orð Sigurðar. Nú hafa þessir þættir verið gerðir, Stöð 2 keypti þáttaröðina og eru þættirnir aðgengilegir á þeirra miðlum. Svo virðist sem okkar helsti ótti um efnistök hafi raungerst. Það er, að Í þáttunum fær Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Þekkjandi sögu Sigurðar höfðum við varað þáttagerðafólkið við því að gera þetta með þeim hætti en höfðum verið fullvissuð um að svo yrði ekki. Viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins, fengum við tölvupóst frá þáttagerðafólkinu þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til okkar óska um að birta ekki mynd af syni okkar. Við þökkuðum þeim fyrir að láta okkur vita, ítrekuðum andstöðu okkar við þessa þætti, spurðum ekkert um efnistök og afþökkuðum að láta hafa eitthvað eftir okkur. Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona! Þessu til viðbótar lýgur þáttagerðarfólkið um að það hafi unnið þættina með samþykki okkar. Með því snúa þau hnífnum enn frekar í sárinu. Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um. Hvað varðar fjölmiðla Sýnar þá vita þeir betur. Þeir þekkja sögu Sigurðar. Það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Síðan er höfuðið bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á visir.is. Allt til að græða pening. Skömm þeirra sem tóku þátt í þessu er mikil. Það hefur tekið okkur aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik. Gerð og sýning þessarar þáttaraðar hefur ýft upp sárið og umfjöllun visir.is um þessa þáttaröð hefur virkað eins og að nudda salti í sárið. Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn. Vert er að nefna að Sigurður á ótal fórnalömb sem þjást nú vegna þessarar umfjöllunar og viljum við senda þeim kveðju og faðm. Við bjóðum þeim öllum að hafa samband við okkur sem vilja, við viljum veita þeim allan þann styrk og aðstoð sem við getum. Við viljum hvetja ykkur öll til að hunsa þessa þætti og að mótmæla að Stöð 2 sýni þetta. Helst vildum við að þættirnir verði teknir af dagskrá. Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst. Við vildum ekki tjá okkur um þetta, töldum okkur tilneydd en höfum nú sagt allt sem þarf. Höfundar eru foreldrar Bergs Snæs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Sigga hakkara Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum foreldrar og teljum okkur tilneydd að tjá okkur um þáttaröð um Sigurð Þórðarson (einnig þekktur sem Siggi hakkari) og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar okkar Bergs Snæs. Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri. Við áttum samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Í þeim tókum við skýrt fram að við vildum ekki vera tengd gerð þessara þátta og að við vorum þeirrar skoðunar að það ætti alls ekki að gera þessa þætti, Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er. Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu. Að sögn rannsóknalögreglu var vitnisburðurinn samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar. Saksóknari ákvað, engu að síður, að fella niður mál sonar okkar vegna neitunar Sigurðar. Þrátt fyrir að hægt væri að afsanna þessi orð Sigurðar. Nú hafa þessir þættir verið gerðir, Stöð 2 keypti þáttaröðina og eru þættirnir aðgengilegir á þeirra miðlum. Svo virðist sem okkar helsti ótti um efnistök hafi raungerst. Það er, að Í þáttunum fær Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Þekkjandi sögu Sigurðar höfðum við varað þáttagerðafólkið við því að gera þetta með þeim hætti en höfðum verið fullvissuð um að svo yrði ekki. Viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins, fengum við tölvupóst frá þáttagerðafólkinu þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til okkar óska um að birta ekki mynd af syni okkar. Við þökkuðum þeim fyrir að láta okkur vita, ítrekuðum andstöðu okkar við þessa þætti, spurðum ekkert um efnistök og afþökkuðum að láta hafa eitthvað eftir okkur. Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona! Þessu til viðbótar lýgur þáttagerðarfólkið um að það hafi unnið þættina með samþykki okkar. Með því snúa þau hnífnum enn frekar í sárinu. Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um. Hvað varðar fjölmiðla Sýnar þá vita þeir betur. Þeir þekkja sögu Sigurðar. Það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Síðan er höfuðið bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á visir.is. Allt til að græða pening. Skömm þeirra sem tóku þátt í þessu er mikil. Það hefur tekið okkur aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik. Gerð og sýning þessarar þáttaraðar hefur ýft upp sárið og umfjöllun visir.is um þessa þáttaröð hefur virkað eins og að nudda salti í sárið. Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn. Vert er að nefna að Sigurður á ótal fórnalömb sem þjást nú vegna þessarar umfjöllunar og viljum við senda þeim kveðju og faðm. Við bjóðum þeim öllum að hafa samband við okkur sem vilja, við viljum veita þeim allan þann styrk og aðstoð sem við getum. Við viljum hvetja ykkur öll til að hunsa þessa þætti og að mótmæla að Stöð 2 sýni þetta. Helst vildum við að þættirnir verði teknir af dagskrá. Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst. Við vildum ekki tjá okkur um þetta, töldum okkur tilneydd en höfum nú sagt allt sem þarf. Höfundar eru foreldrar Bergs Snæs.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun