Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 14:49 Hútar héldu nýverið mótmæli í Jemen til stuðnings íbúum Gasastrandarinnar og gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum, eftir að Hútar voru aftur skilgreindir sem hryðjuverkasamtök í Washington DC. AP/Osamah Abdulrahman Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn. Í frétt Washington Post segir að háttsettir embættismenn hafi haldið fund á miðvikudaginn, þar sem fjallað var um hvernig hægt væri að stöðva Húta, sem studdir eru af klerkastjórn Írans, og hafa heitið því að halda árásum áfram þrátt fyrir ítrekaðar loftárásir á eldflaugar þeirra og ratsjár. Sjá einnig: Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Heimildarmenn WP innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna segja ætlunina að grafa undan getu Húta til að gera árásir á skip á svæðinu. Það eigi að gera með því að gera árásir á skotpalla þeirra og ratsjár og reyna að koma í veg fyrir frekari vopnasendingar frá Íran til Jemen. Þeir búast ekki við því að þessar aðgerðir muni taka einhver ár en geta ekki enn ímyndað sér hvenær þeim mun ljúka. „Við erum ekki að reyna að sigra Húta,“ sagði einn embættismaður sem sagði engan hafa áhuga á innrás í Jemen. Það þyrfti þó að stöðva þessar árásir á skipaflutninga. Hafa skotið á fjölmörg skip Hútar höfðu um árabil háð blóðuga styrjöld gegn alþjóðlega viðurkenndum stjórnvöldum í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Fraktskiptið Genco Picardy, sem er í eigu bandarísks fyrirtækis, varð nýverið fyrir sjálfsprengidróna frá Hútum.AP/Sjóher Indlands Hútar hafa skotið eldflaugum að fjölmörgum fraktskipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar að auki hafa þeir gert árásir á bandarísk, bresk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á skipum sem siglt er um svæðið. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í desember að gerðar yrðu árásir á öll skip sem verið væri að sigla til Ísrael, nema þau færu einnig með neyðarbirgðir til Palestínu. Mörg þeirra skipa sem þeir hafa skotið á hafa þó ekki tengst Ísrael á nokkurn hátt. Byltingarverðir aðstoða við árásir Fréttaveitan Reuters sagði frá því í gær að háttsettir meðlimir byltingarvarða Írans og meðlimir hryðjuverkasamtakanna Hesbollah frá Líbanon, væru í Jemen og hjálpuðu Hútum við árásirnar á fraktskipin. Blaðamenn fréttaveitunnar hafa eftir heimildarmönnum sínum af svæðinu að Íranir hafi útvegað Hútum dróna og eldflaugar af ýmsum gerðum til árásanna. Byltingarverði íranska hersins veita Hútum þar að auki upplýsingar og gögn sem notaðar eru til árásanna. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Heimildarmenn WP innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna segja einnig að Hútar frá tæknilega aðstoð frá Íran vegna árásanna. Þeir hjálpi þeim að velja skotmörk. Í síðustu viku lögðu Bandaríkjamenn hald á eldflaugahluta sem verið var að sigla frá Íran til Jemen. Sjá einnig: Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Tveggja sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna sem tóku þátt í því að leggja hald á vopnasendinguna er saknað. Annar þeirra féll í sjóinn þegar alda skall á honum og hinn stökk á eftir honum til að koma honum til aðstoðar. Aukinn kostnaður og tafir Forsvarsmenn fjölmargra flutningafyrirtækja hafa þegar tekið þá ákvörðun að hætta að sigla um Súesskurðinn og sigla skipum þess í stað suður fyrir Afríku. Sú leið tekur mun lengri tíma fyrir skip sem bera vörur og hráefni frá Asíu til Evrópu og öfugt. Leiðin lengist um rúma sex þúsund kílómetra, í flestum tilfellum, með tilheyrandi töfum og kostnaði. Þau fyrirtæki sem senda skip sín enn gegnum Súesskurðinn þurfa að borga mun hærri tryggingagjöld. Flutningafyrirtæki hafa þrefaldað verðið fyrir að flytja farm frá Asíu til Evrópu vegna þessara árása. Í frétt New York Times segir að á fyrstu tveimur vikum janúar hafi um 150 skipum verið siglt gegnum Súesskurðinn. Á sama tíma í fyrra voru skipin fjögur hundruð. Bandaríkin Joe Biden Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Í frétt Washington Post segir að háttsettir embættismenn hafi haldið fund á miðvikudaginn, þar sem fjallað var um hvernig hægt væri að stöðva Húta, sem studdir eru af klerkastjórn Írans, og hafa heitið því að halda árásum áfram þrátt fyrir ítrekaðar loftárásir á eldflaugar þeirra og ratsjár. Sjá einnig: Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Heimildarmenn WP innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna segja ætlunina að grafa undan getu Húta til að gera árásir á skip á svæðinu. Það eigi að gera með því að gera árásir á skotpalla þeirra og ratsjár og reyna að koma í veg fyrir frekari vopnasendingar frá Íran til Jemen. Þeir búast ekki við því að þessar aðgerðir muni taka einhver ár en geta ekki enn ímyndað sér hvenær þeim mun ljúka. „Við erum ekki að reyna að sigra Húta,“ sagði einn embættismaður sem sagði engan hafa áhuga á innrás í Jemen. Það þyrfti þó að stöðva þessar árásir á skipaflutninga. Hafa skotið á fjölmörg skip Hútar höfðu um árabil háð blóðuga styrjöld gegn alþjóðlega viðurkenndum stjórnvöldum í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súesskurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Fraktskiptið Genco Picardy, sem er í eigu bandarísks fyrirtækis, varð nýverið fyrir sjálfsprengidróna frá Hútum.AP/Sjóher Indlands Hútar hafa skotið eldflaugum að fjölmörgum fraktskipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar að auki hafa þeir gert árásir á bandarísk, bresk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á skipum sem siglt er um svæðið. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í desember að gerðar yrðu árásir á öll skip sem verið væri að sigla til Ísrael, nema þau færu einnig með neyðarbirgðir til Palestínu. Mörg þeirra skipa sem þeir hafa skotið á hafa þó ekki tengst Ísrael á nokkurn hátt. Byltingarverðir aðstoða við árásir Fréttaveitan Reuters sagði frá því í gær að háttsettir meðlimir byltingarvarða Írans og meðlimir hryðjuverkasamtakanna Hesbollah frá Líbanon, væru í Jemen og hjálpuðu Hútum við árásirnar á fraktskipin. Blaðamenn fréttaveitunnar hafa eftir heimildarmönnum sínum af svæðinu að Íranir hafi útvegað Hútum dróna og eldflaugar af ýmsum gerðum til árásanna. Byltingarverði íranska hersins veita Hútum þar að auki upplýsingar og gögn sem notaðar eru til árásanna. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyra eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Heimildarmenn WP innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna segja einnig að Hútar frá tæknilega aðstoð frá Íran vegna árásanna. Þeir hjálpi þeim að velja skotmörk. Í síðustu viku lögðu Bandaríkjamenn hald á eldflaugahluta sem verið var að sigla frá Íran til Jemen. Sjá einnig: Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Tveggja sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna sem tóku þátt í því að leggja hald á vopnasendinguna er saknað. Annar þeirra féll í sjóinn þegar alda skall á honum og hinn stökk á eftir honum til að koma honum til aðstoðar. Aukinn kostnaður og tafir Forsvarsmenn fjölmargra flutningafyrirtækja hafa þegar tekið þá ákvörðun að hætta að sigla um Súesskurðinn og sigla skipum þess í stað suður fyrir Afríku. Sú leið tekur mun lengri tíma fyrir skip sem bera vörur og hráefni frá Asíu til Evrópu og öfugt. Leiðin lengist um rúma sex þúsund kílómetra, í flestum tilfellum, með tilheyrandi töfum og kostnaði. Þau fyrirtæki sem senda skip sín enn gegnum Súesskurðinn þurfa að borga mun hærri tryggingagjöld. Flutningafyrirtæki hafa þrefaldað verðið fyrir að flytja farm frá Asíu til Evrópu vegna þessara árása. Í frétt New York Times segir að á fyrstu tveimur vikum janúar hafi um 150 skipum verið siglt gegnum Súesskurðinn. Á sama tíma í fyrra voru skipin fjögur hundruð.
Bandaríkin Joe Biden Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent