Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2025 09:50 Shenzhou-22 skotið á loft með Long March-2F Y22 eldlfaug frá Kína í morgun. AP/Lian Zhen, Xinhua Kínverjar skutu í morgun geimfari á braut um jörðu svo þrír geimfarar hefðu tök á því að komast aftur til jarðar. Þeir hafa í raun verið strandaðir í nokkra daga en eiga þó ekki að snúa aftur til jarðar fyrr en á næsta ári. Fyrr í þessum mánuði töfðust þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Þá voru þrír geimfarar til viðbótar sendir til að leysa þá af um borð í geimstöðinni. Einn gluggi um borð í geimfari fyrri hópsins reyndist þó skemmdur og þótti ekki hægt að senda geimfarana til jarðar um borð í því. Þeir biðu því í níu daga um borð í geimstöðinni áður en ákveðið var að senda þá til baka á geimfarinu sem nýju geimfararnir höfðu notað til að komast til Tiangong. Þá var nýtt geimfar sent til geimstöðvarinnar. Geimfararnir þrír sem eru þar um borð eiga að nota það til að lenda aftur á jörðinni á næsta ári eða ef eitthvað kemur upp á í Tiangong. Til stendur að senda skemmda geimfarið ómannað aftur til jarðar og reyna að lenda því. Kínverjar skutu sínum fyrsta geimfara á loft árið 2003 og síðan þá hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins, sem stýrt er af kínverska hernum, verið mjög hröð. Kínverjar hafa á undanförnum árum varið töluverðu púðri og fjármunum í að byggja Tiangong geimstöðina á braut um jörðu. Það verkefni hófst eftir að Kínverjum var meinað að taka þátt í samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina (ISS) vegna áhyggja af njósnum og stuld á leynilegum upplýsingum. Kínverjar hafa boðið öðrum ríkjum að senda geimfara til Tiangong en hingað til hefur enginn þáð það boð. Til stendur að láta ISS brenna upp á næstu árum og hafa geimfarar heimsins í meira mæli beint augum sínum að tunglinu. Svo virðist sem að á næstu árum verði keppt um það að koma fyrstir mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum. Kína Geimurinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði töfðust þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Þá voru þrír geimfarar til viðbótar sendir til að leysa þá af um borð í geimstöðinni. Einn gluggi um borð í geimfari fyrri hópsins reyndist þó skemmdur og þótti ekki hægt að senda geimfarana til jarðar um borð í því. Þeir biðu því í níu daga um borð í geimstöðinni áður en ákveðið var að senda þá til baka á geimfarinu sem nýju geimfararnir höfðu notað til að komast til Tiangong. Þá var nýtt geimfar sent til geimstöðvarinnar. Geimfararnir þrír sem eru þar um borð eiga að nota það til að lenda aftur á jörðinni á næsta ári eða ef eitthvað kemur upp á í Tiangong. Til stendur að senda skemmda geimfarið ómannað aftur til jarðar og reyna að lenda því. Kínverjar skutu sínum fyrsta geimfara á loft árið 2003 og síðan þá hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins, sem stýrt er af kínverska hernum, verið mjög hröð. Kínverjar hafa á undanförnum árum varið töluverðu púðri og fjármunum í að byggja Tiangong geimstöðina á braut um jörðu. Það verkefni hófst eftir að Kínverjum var meinað að taka þátt í samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina (ISS) vegna áhyggja af njósnum og stuld á leynilegum upplýsingum. Kínverjar hafa boðið öðrum ríkjum að senda geimfara til Tiangong en hingað til hefur enginn þáð það boð. Til stendur að láta ISS brenna upp á næstu árum og hafa geimfarar heimsins í meira mæli beint augum sínum að tunglinu. Svo virðist sem að á næstu árum verði keppt um það að koma fyrstir mönnum aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum.
Kína Geimurinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Sjá meira