Aukin átök og hækkandi spennustig í Mið-Austurlöndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 23:43 Viðbragðasaðilar bregðast við loftárás Ísraela á byggingu í Damaskus í Sýrlandi. Óvenjulegt þykir að Ísraelar geri árás um hábjartan dag. AP/Omar Sanadiki Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda. Nokkuð algengt er að Ísraelar geri árásir á Sýrland og yfirleitt beinast þær að írönskum byltingarvörðum sem lengi hafa haft viðveru í landinu. Óalgengt er þó að þeir gerir árásir að degi til. Írönsk yfirvöld gagnrýndu aðgerðir Ísraela í dag og sögðu árásina örvæntingarfulla tilraun til að auka óstöðugleika á svæðinu. Frá því að Ísraelar hófu mannskæðan hernað á Gasaströndinni hafa verið uppi miklar áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum, ræddi við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan vond en engin ástæða til að óttast stórfellda stigmögnun Árásir í Sýrlandi, Líbanon og spenna milli Pakistan og Íran að aukast. Er að verða allsherjarstríð á svæðinu? „Þegar til eru staðar átök og spenna af því tagi sem við erum að horfa á í Mið-Austurlöndum, sérstaklega síðustu vikur, síðustu þrjá og hálfan mánuð frá árásinni á Ísrael 7. október, þá er auðvitað ástæða til að óttast stigmögnun og að átökin breiðist út,“ sagði Albert. Albert segir að þrátt fyrir mikil átök í Mið-Austurlöndum sé ekki hætta á stórfelldri stigmögnun,Stöð 2 „Ég held hins vegar að á móti komi að slíkt gerist ekki nema fyrir tilverknað Írana og íranskra stjórnvalda. Það er almennt talið að írönsk stjórnvöld óttist yfirburði ísraelska hersins, sérstaklega ísraelska flughersins. En enn og aftur eru heldur engar áþreifanlegar upplýsingar um að þeir ætli sér að stigmagna,“ sagði hann. „Ég held að meiri hætta á stigmögnun liggi í samskiptum Ísraels og Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna sem eru í Líbanon og hafa þar aðsetur, njóta þar skjóls. En Hezbollah-samtökin eru líka á framfæri Írana þannig Íranar þurfa að taka ákvörðun um þá stigmögnun einnig þannig ég held að það sé ekki veruleg hætta á stórfelldri stigmögnun átaka,“ sagði hann. Tveggja ríkja lausnin eini raunhæfi kosturinn Netanjahú hefur slegið tveggja ríkja lausnina af borðinu. Hvað þýðir það? „Tveggja ríkja lausnin snýst um það að saman búi Palestína og Ísrael og þá sé búið að ganga frá landamærum og öryggistryggingu. Netanjahú hefur slegið þetta af borðinu,“ sagði Albert og bætti við að það séu tveir veikleikar í stefnu Netanjahús. „Annars vegar að Bandaríkjastjórn, langmikilvægasti bandamaður Ísraels og þeir eru afar háðir Bandaríkjunum, er enn inni á tveggja ríkja lausn,“ sagði Albert. „Hins vegar að það er enginn sem getur bent á raunhæfan annan valkost ef á að leysa þetta mál. Svo lengi sem Palestínumálið er óleyst er alltaf hætta á að það komi upp átök, átök sem Ísraelsher getur varist auðveldlega líklega en gætu skaðað hagsmuni og öryggi þeirra til lengri tíma litið,“ sagði hann. Áratuga harmasaga átaka og hryðjuverka Maður veltir því fyrir sér hvort það sé endir í sjónmáli, að vandamálin í Mið-Austurlöndum séu það stór að þau leysist nokkurn tímann? „Það er alveg eðlilegt að sú spurning komi fram. Þetta er áratuga harmasaga harðvítugra átaka, ótal hryðjuverka og þetta byggir upp alls kyns hindranir í vegi hugsanlegra friðarsamninga,“ sagði Albert. „En við skulum ekki gleyma því að á þessu langa tímabili voru oft alvarlegar og raunverulegar tilraunir gerðar til að ná friðarsamningum og semja um ágreiningsatriði, tryggja öryggi Ísraels. Það voru aðilar eins og Hamas-samtökin sem skemmdu þá viðleitni með hryðjuverkum inni í Ísrael um og upp úr árinu 2000.“ „Það vita líka allir að árásin 7. október var gerð meðal annars til að eyðileggja þíðu í samskiptum arabaríkja og Ísraels sem var komin vel á veg og menn biðu eftir að Sádí-Arabar kæmu þar inn í. Ég myndi ekki útiloka að til friðarsamninga komi en að sjálfsögðu hefur tveggja ríkja lausnin fjarlægst verulega og er kannski fjarlægari nú en hún hefur verið um langt skeið,“ sagði hann að lokum. Íran Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Nokkuð algengt er að Ísraelar geri árásir á Sýrland og yfirleitt beinast þær að írönskum byltingarvörðum sem lengi hafa haft viðveru í landinu. Óalgengt er þó að þeir gerir árásir að degi til. Írönsk yfirvöld gagnrýndu aðgerðir Ísraela í dag og sögðu árásina örvæntingarfulla tilraun til að auka óstöðugleika á svæðinu. Frá því að Ísraelar hófu mannskæðan hernað á Gasaströndinni hafa verið uppi miklar áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum, ræddi við Sindra Sindrason í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan vond en engin ástæða til að óttast stórfellda stigmögnun Árásir í Sýrlandi, Líbanon og spenna milli Pakistan og Íran að aukast. Er að verða allsherjarstríð á svæðinu? „Þegar til eru staðar átök og spenna af því tagi sem við erum að horfa á í Mið-Austurlöndum, sérstaklega síðustu vikur, síðustu þrjá og hálfan mánuð frá árásinni á Ísrael 7. október, þá er auðvitað ástæða til að óttast stigmögnun og að átökin breiðist út,“ sagði Albert. Albert segir að þrátt fyrir mikil átök í Mið-Austurlöndum sé ekki hætta á stórfelldri stigmögnun,Stöð 2 „Ég held hins vegar að á móti komi að slíkt gerist ekki nema fyrir tilverknað Írana og íranskra stjórnvalda. Það er almennt talið að írönsk stjórnvöld óttist yfirburði ísraelska hersins, sérstaklega ísraelska flughersins. En enn og aftur eru heldur engar áþreifanlegar upplýsingar um að þeir ætli sér að stigmagna,“ sagði hann. „Ég held að meiri hætta á stigmögnun liggi í samskiptum Ísraels og Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna sem eru í Líbanon og hafa þar aðsetur, njóta þar skjóls. En Hezbollah-samtökin eru líka á framfæri Írana þannig Íranar þurfa að taka ákvörðun um þá stigmögnun einnig þannig ég held að það sé ekki veruleg hætta á stórfelldri stigmögnun átaka,“ sagði hann. Tveggja ríkja lausnin eini raunhæfi kosturinn Netanjahú hefur slegið tveggja ríkja lausnina af borðinu. Hvað þýðir það? „Tveggja ríkja lausnin snýst um það að saman búi Palestína og Ísrael og þá sé búið að ganga frá landamærum og öryggistryggingu. Netanjahú hefur slegið þetta af borðinu,“ sagði Albert og bætti við að það séu tveir veikleikar í stefnu Netanjahús. „Annars vegar að Bandaríkjastjórn, langmikilvægasti bandamaður Ísraels og þeir eru afar háðir Bandaríkjunum, er enn inni á tveggja ríkja lausn,“ sagði Albert. „Hins vegar að það er enginn sem getur bent á raunhæfan annan valkost ef á að leysa þetta mál. Svo lengi sem Palestínumálið er óleyst er alltaf hætta á að það komi upp átök, átök sem Ísraelsher getur varist auðveldlega líklega en gætu skaðað hagsmuni og öryggi þeirra til lengri tíma litið,“ sagði hann. Áratuga harmasaga átaka og hryðjuverka Maður veltir því fyrir sér hvort það sé endir í sjónmáli, að vandamálin í Mið-Austurlöndum séu það stór að þau leysist nokkurn tímann? „Það er alveg eðlilegt að sú spurning komi fram. Þetta er áratuga harmasaga harðvítugra átaka, ótal hryðjuverka og þetta byggir upp alls kyns hindranir í vegi hugsanlegra friðarsamninga,“ sagði Albert. „En við skulum ekki gleyma því að á þessu langa tímabili voru oft alvarlegar og raunverulegar tilraunir gerðar til að ná friðarsamningum og semja um ágreiningsatriði, tryggja öryggi Ísraels. Það voru aðilar eins og Hamas-samtökin sem skemmdu þá viðleitni með hryðjuverkum inni í Ísrael um og upp úr árinu 2000.“ „Það vita líka allir að árásin 7. október var gerð meðal annars til að eyðileggja þíðu í samskiptum arabaríkja og Ísraels sem var komin vel á veg og menn biðu eftir að Sádí-Arabar kæmu þar inn í. Ég myndi ekki útiloka að til friðarsamninga komi en að sjálfsögðu hefur tveggja ríkja lausnin fjarlægst verulega og er kannski fjarlægari nú en hún hefur verið um langt skeið,“ sagði hann að lokum.
Íran Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sýrland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41