Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:27 Benjamín Netanjahú segir ekki koma til greina að taka upp tveggja ríkja lausnina að loknum átökum. AP Photo/Ohad Zwigenberg Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33