Mótmælir stofnun Palestínuríkis að loknum átökum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 06:27 Benjamín Netanjahú segir ekki koma til greina að taka upp tveggja ríkja lausnina að loknum átökum. AP Photo/Ohad Zwigenberg Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael segist hafa mótmælt því við Bandaríkin að Palestínuríki verði stofnað þegar átökunum á Gasaströndinni lýkur. Um 25 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því í október. Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Netanjahú tilkynnti þess afstöðu sína á blaðamannafundi í gær þar sem hann hét því jafnframt að innrásin á Gasa haldi áfram þar til „alger sigur“ hefur náðst. Hann bætti því við að það fælist í því að uppræta Hamas-samtökin alveg og endurheimta ísraelska gísla, sem gæti tekið marga mánuði í viðbót. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa hafa nærri 25 þúsund fallið frá upphafi árása Ísrael í október og 85% prósent íbúa strandarinnar eru sögð á vergangi. Ísraelar hafa sætt nokkrum þrýstingi, sérstaklega undanfarnar vikur, að setjast við samningsborðið og draga fram tveggja ríkja lausnina. Bæði andstæðingar Ísrael hafa verið í þessum flokki en líka bestu bandamenn, það er að segja Bandaríkin. Tveggja ríkja lausnin felst í því að Ísrael og Palestína lifi í sátt og samlyndi og hefur þessi lausn verið til umræðu í nokkra áratugi. Flestir hafa vonast til þess að ráðamenn í Ísrael sjái það að tveggja ríkja lausnin sé sú eina, í bili að minnsta kosti, sem er í boði til að stöðva blóðbaðið sem nú er á Gasa. Netanjahú virðist þó síður en svo viljugur til að láta undan. Hann sagði á blaðamannafundinum í gær að Ísrael verði að ráða ríkjum á öllu því landi sem finna megi vestan Jórdanár, sem telur auðvitað landsvæði Palestínu. „Þetta er nauðsynleg krafa og er í andstöðu við hugmyndina um palestínskt fullveldi. Hvað annað á að gera? Ég hef sagt amerískum vinum okkar þetta og ég hef líka lokað á allar tilraunir þeirra til þvinga okkur í aðstæður sem myndu stofna öryggi Ísraels í hættu,“ sagði Netanjahú. Orð Netanjahú koma ekkert sérstaklega á óvart enda hefur hann á öllum sínum stjórnmálaferli mótmælt Palestínuríki. Í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis stoltur yfir að hann hefði komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis hefði hann getað það. Það kemur hins vegar á óvart að hann skuli mótmæla afstöðu Bandaríkjanna svo harkalega opinberlega. Bandaríkin hafa undanfarna mánuði verið fremst í flokki til að verja rétt Ísraels til varna en eftir því sem mannfall á Gasaströndinni hefur aukist og aðstæður þar verða skelfilegri hafa vestræn stjórnvöld kallað eftir því að Ísrael haldi aftur af sér.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Án aðgerða verði útrýming palestínsku þjóðarinnar algjör Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni. 11. janúar 2024 21:47
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. 28. desember 2023 07:33
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna