Búningablæti Frakklandsforseta Guðmundur Edgarsson skrifar 18. janúar 2024 08:01 Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frakkland Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi. Fataval er mannréttindi Hér þarf að koma þeim skilaboðum til Macrons, að hafi hann áhyggjur af stéttaskiptingu, þá er honum ráðlagt að beina þeim í aðra átt en fatavali fólks. Smekkur og stíll í klæðaburði fer sjaldnast eftir stéttarstöðu eða fjárhagslegri getu heldur frumleika og sköpunargleði. Enn fremur telst það til mannréttinda að fá að klæðast fötum í samræmi við eigin smekk, stíl og persónuleika. Það eru líka mannréttindi að fá að njóta allrar þeirra fjölbreytni, sem birtist í alls kyns tilbrigðum í fatavali og klæðnaði skólafélaganna, heldur en að upplifa skólastofuna eins og herdeild á stríðstímum. Skólabúningar uppræta ekki einelti Stundum er því haldið fram skólabúningar dragi úr einelti. Vissulega getur klæðaburður orðið tilefni eineltis en þá veita skólabúningar enga vörn. Eineltismál er flóknari en svo. Athyglinni er einfaldlega beint annað svo sem að hárgreiðslu viðkomandi eða vaxtarlagi. Enda mætti furðu sæta ef hægt væri að draga úr ofbeldi með hugmynd sem upprunalega er fengin að láni úr hernum. Bæði reynsla og ýmsar rannsóknir sýna alls kyns neikvæðar afleiðingar þess að fyrirskipa nemendum að klæðast sömu fötunum árum saman. Til að mynda er þekkt að skólabúningar stuðli að mótþróa hjá fjölmörgum nemendum, sem aftur leiðir til lakari námsárangurs en ella væri. Hverjum finnst spennandi að klæðast búningum sem þeim finnst bæði ljótir og óþægilegir? Hvað gengur mönnum eins og Macron til að ráðast á persónufrelsi fólks með slíku offorsi? Hvers má vænta næst? Kröfur um tiltekna hársídd eða klippingu? Höfundur er kennari.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar