Í tilkynningu frá Play segir að þetta verði í fyrsta sinn sem áætlunarferðum verði haldið úti á milli Íslands og Split og sé þetta jafnframt fyrsti áfangastaður Play í Króatíu.
„Split er einn af eftirsóttustu áfangastöðum Evrópu þar sem er hægt að sóla sig á fjölbreyttum ströndum og baða sig í kristaltæru Adríahafinu. Split býður upp á göngugötu meðfram strandlengjunni þar sem er auðvelt er að gleyma sér í útsýninu og gamli miðbærinn er bæði ævaforn og gullfallegur. Split er hvað glæsilegust í ljósaskiptunum þegar ljósin í strandbæjunum og snekkjum blasa við en skotstund frá Split er eyjan Hvar þar sem skemmtanaþyrstir munu vafalaust eiga sínar bestu stundir,“ segir í tilkynningunni.