Ákall til auðvaldsins Gunnar Dan Wiium skrifar 17. janúar 2024 07:30 Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun