Viðbrögð við nýjum veruleika Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 15. janúar 2024 15:01 Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun