Eiginkona eiganda Liverpool þurfti að flýja Bláa lónið Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 12:10 John W. Henry og Linda Henry sjálst reglulega í stúkunni á leikjum Liverpool. Linda var stödd á hóteli við Bláa lónið þegar rýma þurfti Grindavík í nótt. Vísir/Getty Rýma þurfti Grindavík í nótt þegar ljóst var að eldgos væri að fara af stað. Eiginkona John W. Henry eiganda Liverpool var ein af þeim sem þurfti að yfirgefa Bláa lónið. Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík snemma í morgun. Áður en eldgosið hófst var Grindavíkurbær rýmdur en talið er að gist hafi verið í um 90 húsum í bænum í nótt. Gestir dvöldu einnig á athafnasvæði Bláa lónsins í nótt þar sem hótel er rekið og var það svæði rýmt sömuleiðis. Fram kom í tilkynningu fyrirtækisins að rýmingin hafi gengið vel og var gestum komið fyrir á öðrum hótelum og starfsfólk fór til síns heima. Meðal þeirra sem dvöldu á hóteli Bláa lónsins var Linda Henry en hún er eiginkona John W. Henry eiganda enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Linda Henry birti myndir af sér og syni þeirra hjóna á Instagram og mátti þar meðal annars sjá mynd sem hún tók í Bláa lóninu seint í gærkvöldi. Linda Henry var í Bláa lóninu ásamt syni sínum í gærkvöldi.Instagramsíða Linda Henry Í morgun birti Henry mynd af þeim mæðginum þar sem hún sagði að þau hefðu þurft að rýma hótelið vegna jarðskjálfta á svæðinu. John W. Henry hefur verið eigandi Liverpool frá árinu 2010 en hann og Linda Henry hafa verið gift síðan árið 2009. Linda er virk á samfélagsmiðlum og fylgir manni sínum oft á leiki á Anfield. Í sumar tók einn stuðningsmaður sig til og birti innlegg á Instagram þar sem hann hrósaði FSG, fyrirtækinu sem á og rekur Liverpool, eftir kaup félagsins á Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszslai. Hann merkti Linda Henry á myndina og bað hana að fyrirgefa ástríðuna. „Takk fyrir, mér finnst þessi ástríða einstök,“ svaraði Linda, sem er vinsæl meðal stuðningsmanna Liverpool. Mæðginin þurftu að yfirgefa svæðið þegar rýming var fyrirskipuð.Instagramsíða Linda Henry Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira
Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík snemma í morgun. Áður en eldgosið hófst var Grindavíkurbær rýmdur en talið er að gist hafi verið í um 90 húsum í bænum í nótt. Gestir dvöldu einnig á athafnasvæði Bláa lónsins í nótt þar sem hótel er rekið og var það svæði rýmt sömuleiðis. Fram kom í tilkynningu fyrirtækisins að rýmingin hafi gengið vel og var gestum komið fyrir á öðrum hótelum og starfsfólk fór til síns heima. Meðal þeirra sem dvöldu á hóteli Bláa lónsins var Linda Henry en hún er eiginkona John W. Henry eiganda enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Linda Henry birti myndir af sér og syni þeirra hjóna á Instagram og mátti þar meðal annars sjá mynd sem hún tók í Bláa lóninu seint í gærkvöldi. Linda Henry var í Bláa lóninu ásamt syni sínum í gærkvöldi.Instagramsíða Linda Henry Í morgun birti Henry mynd af þeim mæðginum þar sem hún sagði að þau hefðu þurft að rýma hótelið vegna jarðskjálfta á svæðinu. John W. Henry hefur verið eigandi Liverpool frá árinu 2010 en hann og Linda Henry hafa verið gift síðan árið 2009. Linda er virk á samfélagsmiðlum og fylgir manni sínum oft á leiki á Anfield. Í sumar tók einn stuðningsmaður sig til og birti innlegg á Instagram þar sem hann hrósaði FSG, fyrirtækinu sem á og rekur Liverpool, eftir kaup félagsins á Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszslai. Hann merkti Linda Henry á myndina og bað hana að fyrirgefa ástríðuna. „Takk fyrir, mér finnst þessi ástríða einstök,“ svaraði Linda, sem er vinsæl meðal stuðningsmanna Liverpool. Mæðginin þurftu að yfirgefa svæðið þegar rýming var fyrirskipuð.Instagramsíða Linda Henry
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ Sjá meira