Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 12:08 Bílunum hafði verið lagt við Hringbraut skammt frá Bræðraborgarstíg. Linda Björg Logadóttir Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira