Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 12:08 Bílunum hafði verið lagt við Hringbraut skammt frá Bræðraborgarstíg. Linda Björg Logadóttir Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira