Kevin De Bruyne afgreiddi Newcastle á 21 mínútu Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 19:30 Kevin De Bruyne fagnar jöfnunarmarki sínu í dag Vísir/Getty Manchester City hefur verið á góðri leið síðustu vikur og endurheimt Kevin De Bruyne úr meiðslum. De Bruyne byrjaði á bekknum í dag en var engu að síður hetja City þegar upp var staðið. Heimamenn í Newcastle komust í 2-1 og voru í lykilstöðu þar til De Bruyne kom inn á á 69. mínútu. Hann jafnaði metin í 2-2 fimm mínútum síðar og á 91. mínútu uppbótartímar lagði hann upp kjörið marktækifæri fyrir Norðmanninn unga Oscar Bobb sem var svellkaldur fyrir framan mark Newcastle og skoraði af öryggi. Heimamenn munu eflaust naga sig í handabökin yfir því að hafa ekki náð að halda forskotinu en það má kannski segja að City hafi þarna sýnt styrk sinn og sigur þeirra í raun sanngjarn þegar öllu er á botninn hvolft. Enski boltinn
Manchester City hefur verið á góðri leið síðustu vikur og endurheimt Kevin De Bruyne úr meiðslum. De Bruyne byrjaði á bekknum í dag en var engu að síður hetja City þegar upp var staðið. Heimamenn í Newcastle komust í 2-1 og voru í lykilstöðu þar til De Bruyne kom inn á á 69. mínútu. Hann jafnaði metin í 2-2 fimm mínútum síðar og á 91. mínútu uppbótartímar lagði hann upp kjörið marktækifæri fyrir Norðmanninn unga Oscar Bobb sem var svellkaldur fyrir framan mark Newcastle og skoraði af öryggi. Heimamenn munu eflaust naga sig í handabökin yfir því að hafa ekki náð að halda forskotinu en það má kannski segja að City hafi þarna sýnt styrk sinn og sigur þeirra í raun sanngjarn þegar öllu er á botninn hvolft.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti