Hafnarfjörður mun endurskoða gjaldskrár Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. janúar 2024 08:00 Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Vonir standa til að næstu kjarasamningar muni tryggja stöðugleika og lága verðbólgu til langs tíma. Þess vegna höfðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði frumkvæði að því í byrjun desember að lýsa yfir mögulegri endurskoðun á gjaldskrám bæjarins. Með því móti vill sveitarfélagið hvetja til ábyrgrar samningagerðar á vinnumarkaði. Kjarasamningsviðræður lofa góðu ef marka má upphaf þeirra og yfirlýsingar forystufólks Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga um sameiginlegan vilja til að ná niður vöxtum og verðbólgu, sem er hin eina sanna kjarabót heimila og fyrirtækja. Náist skynsamlegir samningar á almenna vinnumarkaðinum þá þarf opinberi vinnumarkaðurinn, ríki og sveitarfélög og samningsaðilar þeirra, að fylgja í kjölfarið. Einungis þannig næst svokölluð þjóðarsátt. Þótt þær samningaviðræður séu ekki hafnar hefur verið kallað eftir því að sveitarfélögin hækki gjaldskrár umtalsvert minna en ráðgert er í nýsamþykktum fjárhagsáætlunum þeirra. Sveitarfélögin ákveða sínar gjaldskrár hvert fyrir sig. Sum þeirra hækka oftar gjaldskrár sínar en um áramót. Má þar til dæmis nefna Reykjavík. Þess vegna segir samanburður á gjaldskrárhækkunum um áramót ekki alla söguna. Réttara væri að bera saman gjaldskrárhækkanir á ársgrundvelli. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti nýverið að hækka gjaldskrár sínar um 9.9% til þess að mæta verðlags- og launahækkunum umfram áætlanir nýliðins árs og væntanlegri verðbólgu þessa árs. Margir þjónustusamningar voru endurnýjaðir á síðastliðnu ári sem leiddi til hækkunar á útgjöldum bæjarins. Þá standa einnig fyrir dyrum fleiri stór útboð á komandi vikum og mánuðum. Vegna mikillar verðbólgu undanfarin tvö ár er viðbúið að verð í þeim útboðum muni hækka. Með gjaldskrárhækkuninni um áramótin er því að hluta til verið að bregðast við því. Þróun verðlags og launakostnaðar veldur því jafnframt að kostnaðarhlutdeild bæjarins á móti notendum þjónustu er almennt að aukast þrátt fyrir gjaldskrárhækkanir. Þá er samsetning leikskólagjalda að breytast umtalsvert og gjöldin að lækka svo um munar frá því sem nú er hjá stórum hópi notenda þjónustunnar. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 4. desember síðastliðinn var það skýrt tekið fram og bókað í fundargerð að komið geti til endurskoðunar á gjaldskrám gefi niðurstöður kjarasamninga tilefni til. Hafnarfjarðarbær var því eitt fyrsta sveitarfélag landsins til að lýsa því formlega yfir að vera tilbúið til endurskoðunar og breytinga á gjaldskrá. Við það loforð munum við standa. En þangað til er það óábyrgt að afsala sér fyrirfram tekjum sem eiga að standa undir kostnaði við þjónustu sveitarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar