Samvinnuverkefni um lægri verðbólgu og vexti Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. janúar 2024 06:31 Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Þessi yfirlýsing er skynsamlegt innlegg í okkar mikilvægasta verkefni sem er að ná niður verðbólgu og háum vöxtum og hefur hvarvetna fengið jákvæð viðbrögð. Mesta kjarabótin fyrir fólk og fyrirtæki í landinu er óumdeilt að ná niður vöxtum. Það er svo sannarlega ánægjulegt að finna hversu rík samstaða er á meðal aðila vinnumarkaðsins í þessu stóra verkefni því hér er enginn eyland ef svo má segja, heldur þurfa allir aðilar að taka þátt, allt samfélagið og þá gildir einu hvort horft sé til aðildarfyrirtækja SA, ríkis eða sveitarfélaga; allir þurfa að ganga í takt og sameinast um þetta mikilvæga verkefni svo vel takist til. Þetta finna allir og með jákvæðu viðhorfi til verkefnisins eru auknar líkur á að markmið okkar takist. Haldi þessi taktur áfram er nokkuð víst að við munum ná tökum á vöxtum og verðbólgu á þessu ári. Hvað þarf til? Það er til mikils að vinna að lenda farsælum langtímakjarasamningum. Þó svo að ríkisstjórnin eigi ekki formlega aðkomu að kjarasamningsgerðinni hafa aðilar vinnumarkaðarins kallað eftir því að stjórnvöld liðki fyrir gerð kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin krefst þess að ríkið auki útgjöld sín til barna-, húsnæðis- og vaxtabóta um 20-25 milljarða króna. Stjórnvöld hafa líkt og áður ríkan vilja til þess að koma að kjaraviðræðum með einhverjum hætti. Horfa má til þess að ríkisstjórnin hefur nú þegar komið inn með aðgerðir á húsnæðismarkaði þegar kemur að almennum íbúðum og veitingu hlutdeildarlána til kaupa á hagkvæmu húsnæði, en aðra hópa þarf nú að taka inn. Stjórnvöld hafa markvisst verið að auka framboð af húsnæði fyrir tekju- og eignaminni fjölskyldur og einstaklinga ásamt því að hækka húsaleigubætur. Þá hafa barnabætur hækkað og unnið er að fyrirkomulagi á greiðslu samtíma barnabóta. Þessu til viðbótar er nauðsyn á samstilltu átaki þegar kemur að verð- og gjaldskrárhækkunum í samfélaginu en þar hefur ríkið stigið nokkuð varfærin skref á meðan sveitarfélögin mörg hver stigu stærri og verri skref. Það er þó jákvætt að heyra síðustu daga forystufólk hinna ýmsu sveitarfélaga taka jákvætt í þátttöku í þessu mikilvæga samvinnuverkefni og boða gjaldskrárlækkanir sem innlegg í gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Gerum þetta saman, það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Jákvæður tónn var sleginn í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og stærstu stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði þegar sameiginleg yfirlýsing var send út nú rétt fyrir áramót. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tiltekið mikilvægi þess að semja til lengri tíma svo auka megi fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Þessi yfirlýsing er skynsamlegt innlegg í okkar mikilvægasta verkefni sem er að ná niður verðbólgu og háum vöxtum og hefur hvarvetna fengið jákvæð viðbrögð. Mesta kjarabótin fyrir fólk og fyrirtæki í landinu er óumdeilt að ná niður vöxtum. Það er svo sannarlega ánægjulegt að finna hversu rík samstaða er á meðal aðila vinnumarkaðsins í þessu stóra verkefni því hér er enginn eyland ef svo má segja, heldur þurfa allir aðilar að taka þátt, allt samfélagið og þá gildir einu hvort horft sé til aðildarfyrirtækja SA, ríkis eða sveitarfélaga; allir þurfa að ganga í takt og sameinast um þetta mikilvæga verkefni svo vel takist til. Þetta finna allir og með jákvæðu viðhorfi til verkefnisins eru auknar líkur á að markmið okkar takist. Haldi þessi taktur áfram er nokkuð víst að við munum ná tökum á vöxtum og verðbólgu á þessu ári. Hvað þarf til? Það er til mikils að vinna að lenda farsælum langtímakjarasamningum. Þó svo að ríkisstjórnin eigi ekki formlega aðkomu að kjarasamningsgerðinni hafa aðilar vinnumarkaðarins kallað eftir því að stjórnvöld liðki fyrir gerð kjarasamninga. Verkalýðshreyfingin krefst þess að ríkið auki útgjöld sín til barna-, húsnæðis- og vaxtabóta um 20-25 milljarða króna. Stjórnvöld hafa líkt og áður ríkan vilja til þess að koma að kjaraviðræðum með einhverjum hætti. Horfa má til þess að ríkisstjórnin hefur nú þegar komið inn með aðgerðir á húsnæðismarkaði þegar kemur að almennum íbúðum og veitingu hlutdeildarlána til kaupa á hagkvæmu húsnæði, en aðra hópa þarf nú að taka inn. Stjórnvöld hafa markvisst verið að auka framboð af húsnæði fyrir tekju- og eignaminni fjölskyldur og einstaklinga ásamt því að hækka húsaleigubætur. Þá hafa barnabætur hækkað og unnið er að fyrirkomulagi á greiðslu samtíma barnabóta. Þessu til viðbótar er nauðsyn á samstilltu átaki þegar kemur að verð- og gjaldskrárhækkunum í samfélaginu en þar hefur ríkið stigið nokkuð varfærin skref á meðan sveitarfélögin mörg hver stigu stærri og verri skref. Það er þó jákvætt að heyra síðustu daga forystufólk hinna ýmsu sveitarfélaga taka jákvætt í þátttöku í þessu mikilvæga samvinnuverkefni og boða gjaldskrárlækkanir sem innlegg í gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Gerum þetta saman, það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun