Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson Margrét Kristín Blöndal skrifar 1. janúar 2024 10:01 Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar