Enski boltinn

Pochettino: Eðli­legt að finna fyrir pressu

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea.
Mauricio Pochettino hefur ekki átt sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea. EPA-EFE/PETER POWELL

Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, segir að hann finni fyrir pressunni eftir lélegt gengi liðsins í deildinni.

Chelsea situr í tíunda sæti deildarinnar með 22 stig, heilum 18 stigum á eftir toppliði Arsenal og tólf stigum á eftir Tottenham í fjórða sætinu.

Pochettino segist finna fyrir pressunni og segir að það sé venjulegt þegar hann stýrir jafn stóru liði og Chelsea.

„Við finnum fyrir pressunni því við erum hjá stóru félagi og þess vegna er það fullkomlega eðlilegt,“ byrjaði Pochettino að segja.

„Þegar þú ert pirraður og þú ert kannski ekki með sömu reynslu og hin liðin, þá gerir þú mistök og það er það sem er að gerast hjá okkur núna,“ endaði Pochettino að segja.

Chelsea mætir Crystal Palace á Stamford Bridge á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×