Skrásetning í Palestínu Ingólfur Gíslason skrifar 22. desember 2023 15:01 Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ingólfur Gíslason Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Í jólaguðspjallinu segir að keisarinn í Róm hafi látið þau boð út ganga að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Að minnsta kosti síðan þá hafa skrásetning og talning verið mikilvægir þættir í stjórnun ríkja. Ísraelsríki hefur einmitt umsjón og völd yfir þjóðskrá Palestínumanna en samkvæmt henni búa rúmar tvær milljónir manna á Gaza. Ísraelsher hefur nú drepið að minnsta kosti 20 þúsund íbúa þar síðan 7. október síðastliðinn. Þetta er um 1% af íbúafjöldanum. Af þessum eru að minnsta kosti 10 þúsund börn. Framan af innrás Ísraels voru birtar nokkuð nákvæmar tölur um fjöldann sem drepinn var á hverjum degi en svo er ekki lengur. Það er erfitt að telja þegar innviðir til að skrásetja eru ónýtir, fólkið sem sér um tölurnar hefur verið drepið og margir eru enn undir húsarústum. Heilu fjölskyldurnar hafa verið þurrkaðar út og enginn lifir til að tilkynna um drápin. Við vitum ekki hvort það eru í raun 20 þúsund eða enn fleiri sem Ísraelsher hefur drepið. Þeir eru sennilega töluvert fleiri en óvissan er upp á margar þúsundir. Palestínumenn eru ekki tölur og vilja ekki vera tölur, en að þessu leyti fá Palestínumenn ekki einu sinni að vera tölur, að minnsta kosti ekki nákvæmar tölur. Fréttastofur heimsins, þar á meðal fréttastofa RÚV, hafa reynt að vekja efasemdir um fjölda fólks sem Ísraelsher hefur drepið. Sagt er að tölurnar séu frá heilbrigðisráðuneyti sem heyri undir Hamas og haft eftir Bandaríkjaforseta að það sé ekki hægt að treysta tölunum. Palestínumenn fá ekki að vera marktækar tölur. Tölur sem hækka og tölur sem lækka Á meðan tölur um drepna Palestínumenn eru dregnar í efa hafa þær hækkað á hverjum degi. Tölur um meint fórnarlömb Hamas hafa hins vegar farið lækkandi þó að þeim hafi verið dreift eins og sannleika án fyrirvara. Fyrst áttu fórnarlömbin að hafa verið um 1400 talsins. Þessi tala var endurtekinn dag eftir dag í margar vikur. Svo var talan 1400 lækkuð niður í 1200. Ísraelsher hafði víst ekki áttað sig á því að um 200 af þessum 1400 voru í raun Palestínumenn sem herinn hafði drepið í orrustu. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael féll ótalinn fjöldi almennra borgara einmitt fyrir árásum eigin hers þegar hann barðist við Hamasliða. Samkvæmt nýjustu tölum (AFP fréttastofunnar) féllu 1139 manns í aðgerðum Hamas. Þar af voru 695 almennir borgarar með ísraelskt ríkisfang, þar af 36 börn, þar af eitt ungabarn, og 71 erlendur ríkisborgari. Fjöldi hermanna var 373. Hvert einasta dauðsfall er harmleikur en það er áhugavert að fjöldi almennra borgara sem féll 7. október er langtum minni heldur en rúmast innan óvissu um það hve marga Palestínumenn Ísraelsher hefur drepið síðan. Í þeirri tölu myndu 1200 manns vera „innan skekkjumarka“ eins og sagt er. Þjóðskrárvald Ísraelsríki notar þjóðskrá Palestínumanna til að telja þá og flokka í hópa með mismunandi réttindi. Íbúi á Gaza hefur til dæmis minna ferðafrelsi en íbúi á Vestubakkanum. Séu nöfnin talin í þessari skrá kemur í ljós ef allir Palestínumenn hefðu ríkisborgararétt í Ísrael væru þeir um það bil jafn margir og gyðingar í ríkinu. Ef allir íbúar í Palestínu hefðu jöfn borgaraleg réttindi yrði landið ekki lengur undir stjórn gyðinga. Þetta er ástæðan fyrir því að meirihluti Palestínumanna er ríkisfangslaus og ástæðan fyrir því að Ísraelsríki vill losna við þá úr Palestínu. Ísraelsríki hefur nú gert svæðið óbyggilegt og eyðilagt skilyrði til lífs. Rúmar 2 milljónir búa á Gaza og þau eru öll á flótta. Ætlun Ísraelsríkis er að reka þau öll út úr Palestínu. Á þennan hátt fá Palestínumenn enn ekki að vera tölur. Því Ísraelsríki, hernáms- og herraþjóð í Palestínu, telur þá ekki til manna. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar