Ef ég nenni… Stefán Pálsson skrifar 22. desember 2023 08:01 Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun