Vitundarvakning á vetrarsólstöðum Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 21. desember 2023 23:01 Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar