Ríflega 2.200 milljarða hagnaður lífeyrissjóða síðustu fimm árin Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 11:00 Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun