Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að sniðganga Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 18. desember 2023 10:01 Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt. Sniðganga er friðsamleg en mjög öflug aðferð til að hafa áhrif. Henni er beitt víða um heim með góðum árangri. Á Íslandi starfar ísraelskt stórfyrirtæki sem við höfum fulla ástæðu til að sniðganga. Rapyd heitir fyrirtækið sem stundar færsluhirðingu og því sjáum við merki þess oft birtast á posum í verslunum og stofnunum. Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna ætti ekkert sómakært fyrirtæki eða stofnun að skipta við Rapyd frekar en rússneskt fyrirtæki sem er með starfsemi í landránsbyggðum Rússa í austanverðri Úkraínu. Þessu til viðbótar eru nýleg ummæli forstjóra og eiganda Rapyd sem hefur hefur lýst afdráttarlausum stuðningi við Ísrael í stríðinu sem nú geysar og sagt mannfall óbreyttra borgara á Gaza engu skipta eins og sjá má hér: https://www.visir.is/g/20232483121d/for-stjori-ra-pyd-vill-eyda-ollum-hamaslidum Þessi ummæli hafa gengið fram af mörgum okkar því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum. Það er því mjög ónærgætið af þeim sem stýra fjármálum fyrirtækja og stofnana að bjóða okkur upp á að þurfa að skipta við Rapyd. Ég segi fyrir mig að mér verður hálf illt í hvert skipti sem ég þarf að borga í posa með merki Rapyd og reyni að forðast það eins og ég get. Við megum heldur ekki gleyma því að á Íslandi býr hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að taka tillit til þessara þegna landsins og mér finnst að þau geti bókstaflega ekki boðið þessum eða öðrum Íslendingum upp á að borga í gegnum ísraelskt fyrirtæki sem styður landrán og manndráp. Rapyd er mjög stórt á sínu sviði hér á landi. Af bönkunum er Arion sá eini sem notar Rapyd en í smásölu skipta bæði Hagar og Samkaup við Rapyd. Þau reka t.d. Bónus, Hagkaup, Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Festi sem rekur Krónuna, Elkó og N1 hætti hinsvegar viðskiptum við Rapyd í haust. Í byggingavörum skipta bæði Húsasmiðjan og Bykó við Rapyd en Bauhaus og Slippfélagið ekki. Þetta eru bara fáein dæmi en á síðunni hirdir.is er safnað saman upplýsingum um fyrirtæki sem skipta við Rapyd og þangað er hægt að senda inn upplýsingar. Það er ekki flókin aðgerð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana að skipta yfir í aðra greiðslumiðlun. Ég bendi á Teya sem er breskt fyrirtæki, Straum sem Kvika rekur og Landsbankinn er líka með færsluhirðingu. Ég veit til þess að fyrirtæki hafa lækkað kostnað sinn umtalsvert með því að skipta frá Rapyd og hvet öll fyrirtæki og stofnanir til að skoða þann möguleika núna strax til að standa með saklausu fólki og koma til móts við óskir mjög margra viðskiptavina sinna. Við hin skulum vera dugleg við að láta fyirtæki og stofnanir vita að við viljum ekki borga í gegnum Rapyd og beina viðskiptum okkar til þeirra sem ekki nota Rapyd. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun