Hvað ætlar Samfylkingin að verða, ef hún verður stór? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Samfylkingin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Með nokkurra vikna millibili hér í haust og vetrarbyrjun tilkynnti Samfylkingin í tvígang hvernig hún ætlaði að bjarga málunum. Fyrst átti að bjarga heilbrigðiskerfinu frá glötun og fjármagna þá aðgerð með því að hækka fjármagnstekjuskatt, hækka veiðigjöldin, taka til baka lækkun bankaskatts og loka svokölluðu ehf-gati. Við aðra umræðu fjárlaga kom svo Samfylkingin með tillögur til þess að bjarga heimilunum frá gjaldþroti eða einhverju þaðan af verra. Svokallaðan kjarapakka. Þann pakka átti svo að fjármagna með hækkun sömu skatta og getið er hér að ofan og lokun ehf-gatsins. Þegar "stjörnuhagfræðingnum" sem nú um stundir gegnir embætti formanns Samfylkingarinnar, var bent á að þarna væri verið að tala um tvær aðskildar aðgerðir sem fjármagna átti með sömu skattahækkuninni, sagði formaðurinn það að þetta væri vel hægt því önnur aðgerðin væri til skamms tíma en hin til langs tíma. Nú er það svo, að ekki er hægt að eyða sömu krónunni tvisvar (og ekki evrunni heldur). Það er því alveg morgunljóst að komist Samfylkingin í aðstöðu til þess að framkvæma þessar aðgerðir sínar, þarf annað hvort að hækka áðurnefnda skatta í tvígang og loka ehf-gatinu tvisvar. Eða hækka þessa skatta um rúmlega tvöfalt það sem nú er sagt. Það þarf nú ekki hagfræðing og því síður "stjörnuhagfræðing", til að átta sig á því, að stórfelldar skattahækkanir, eru sjaldnast rétta leiðin til þess að fjármagna rándýr kosningaloforð. Heldur sé það rétta leiðin að stuðla að frekari atvinnubyggingu og verðmætasköpun, sem skili sér í meiri tekjum í ríkissjóð í gegnum breiðari skattstofna. Skattahækkanir hægi hins vegar á allri atvinnuppbyggingu og verðmætasköpun. Verðmætin verða nefnilega ekki til í vösum skattgreiðenda! Við sem þjóð erum í dauðafæri til þess að auka hér verðmætasköpun svo um munar. Þau tækifæri liggja í frekari virkjarnaframkvæmdum og öllum þeim atvinnutækifærum sem aukin orka gæti skapað okkur. Þar kemur matvælaframleiðsla fljótt upp í hugann og svo framleiðsla rafeldsneytis svo eitthvað sé nefnt. Samfylkingin velur auðvitað skattaleiðina, þar sem að ekki einu sinni sex manna þingflokkur hennar getur ekki talað einu máli, hvort sem það er í orkumálum eða öðrum málum er lúta að atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun. Sennilega verður bara þjóðin að bíða þangað til að Samfylkingin ákveður hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór, áður vænta má þess að í tillögum hennar verði eitthvað sem byggjandi er á. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun