Mikilvægt samkomulag ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. desember 2023 07:00 Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Vinstri græn Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar