Fótbolti

Thomas af­greiddi Arsenal

Siggeir Ævarsson skrifar
Martha Thomas fagnar marki sínu í dag
Martha Thomas fagnar marki sínu í dag Vísir/Getty

Arsenl mistókst hrapalega að fylgja eftir góðum sigri á meisturum Chelsea í ensku úrvalsdeild kvenna í dag þegar liðið tapaði 1-0 gegn Tottenham.

Yfirburðir Arsenal voru miklir í dag en í fyrri hálfleik náði Tottenham aðeins einu skoti á markið og einni snertingu í vítateig Arsenal. Vörn Tottenham var frábær í dag og Barbora Votíková var eins og klettur í markinu og varði hvert einasta skot sem rataði á rammann. Votíková fékk svo gult spjald á 70. mínútu fyrir tafir, enda lá Tottenham ekkert á.

Eina mark leiksins kom á 58. mínútu eftir glæsilegt samspil frá afasta manni og upp allan völlinn. Þar kom Martha Thomas aðvífandi ein og óvölduð og skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu.

Þessi skoski landsliðsframherji, sem skoraði aðeins eitt mark í 20 leikjum með Manchester United á síðustu leiktíð, er heldur betur búin að finna skotskóna. Markið í dag var 7. mark hennar í deildinni og er hún markahæst ásamt Elisabeth Terland, leikmanni Brighton.

Ange Postecoglou, stjóri karlaliðs Tottenham, lét sig ekki vanta á völlinn í dagTwitter@SpursOfficial

Þrátt fyrir orrahríð Arsenal að marki Tottenham í seinni hálfleik tókst þeim ekki að finna netmöskvana, lokatölur í Lundúnum 1-0. Úrslitin þýða að Arsenal mistekst að taka toppsætið af Chelsea, sem á leik til góða gegn Bristol á morgun. Bristol í næst neðsta sæti deildarinnar með fimm stig svo að líkurnar verða að teljast með Chelsea í hag fyrir þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×