Hættum að brenna olíu og tíma! Haraldur Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 22:30 Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun