Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 23:47 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fjallaði um tillögur stofnunar sem sendar voru til fjármálaráðuneytisins vegna jarðhræringana í Grindavík. Stöð 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Sjá meira