Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 23:47 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fjallaði um tillögur stofnunar sem sendar voru til fjármálaráðuneytisins vegna jarðhræringana í Grindavík. Stöð 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira