Everton upp úr fallsæti eftir stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 21:49 Everton vann mikilvægan sigur í kvöld. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Everton komst upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Newcastle í kvöld. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana og staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en á 79. mínútu að fyrsta markið leit loksins dagsins ljós þegar Dwight McNeil kom boltanum í netið áður en Abdoulaye Doucoure tvöfaldaði forystu heimamanna eftir stoðsendingu frá Jack Harrison sjö mínútum síðar. Portúgalski framherjinn Beto rak svo smiðshöggið fyrir Everton á sjöttu mínútu uppbótartíma þegar hann skoraði þriðja mark Everton eftir stoðsendingu Nathan Patterson og þar við sat. Niðurstaðan því 3-0 sigur Everton sem lyftir sér upp úr fallsæti með stigunum þremur. Liðið er nú með tíu stig í 17. sæti eftir 15 leiki, 16 stigum á eftir Newcastle sem situr í sjöunda sæti. Enski boltinn
Everton komst upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Newcastle í kvöld. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana og staðan var því enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en á 79. mínútu að fyrsta markið leit loksins dagsins ljós þegar Dwight McNeil kom boltanum í netið áður en Abdoulaye Doucoure tvöfaldaði forystu heimamanna eftir stoðsendingu frá Jack Harrison sjö mínútum síðar. Portúgalski framherjinn Beto rak svo smiðshöggið fyrir Everton á sjöttu mínútu uppbótartíma þegar hann skoraði þriðja mark Everton eftir stoðsendingu Nathan Patterson og þar við sat. Niðurstaðan því 3-0 sigur Everton sem lyftir sér upp úr fallsæti með stigunum þremur. Liðið er nú með tíu stig í 17. sæti eftir 15 leiki, 16 stigum á eftir Newcastle sem situr í sjöunda sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti