Úrræðaleysi burt Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 12:00 Guðmunda heiti ég og er aðstandandi manns í fíkniefnaneyslu! Sonur minn hefur verið í neyslu fíkniefna frá 14 ára aldri, þetta byrjar saklaust, bjór um helgar með vinunum, svo smá hass, kók af og til og vín allskonar sull, hann hefur byrjað að sprauta sig um 16, 17 ára, Rítalín var hans aðal dóp en allt var notað jafnvel hestadeyfilyf.... Þetta var fjármagnað fyrst með sölu alls sem hann átti, sjónvarp, tölvan og fötin jafnvel úlpuna utan af sér um hávetur, mikið af verðmætum hurfu frá mér og öðrum fjölskyldumeðlimum, svo var logið við vorum í vandræðum og vantaði pening fyrir mat, læknisþjónustu eða lyfjum, og í stað þess að koma og spyrja mig trúði fólk þessu og lét hann hafa pening......... síðan kom dópsala, henda út kallast það, svo búðarhnupl og þjófnaður. Þegar hann var um 20 ára urðum við að láta hann flytja út, fyrst leigðum við herbergi fyrir hann, hingað og þangað sem alltaf endaði í rugli, síðan var hann í tjaldi heilt sumar, síðustu árin hefur hann verið á götunni, óstaðsettur í húsi, oftast á gistiskýlinu. Hann er núna 36 ára og hefur verið á biðlista eftir meðferð síðustu mánuði en búinn að fá inni á VOG þann 8. des. EN þetta er ekki um hann, heldur okkur aðstandendunum. Mig móður hans 58 ára löngu búinn að missa heilsuna. Allar meðferðirnar, vonin sem deyr, allar heimsóknirnar í fangelsið, ferðir á bráðamóttökuna, spítalainnlagnir, vita aldrei hvar barnið þitt er og hvort það sé í lagi með hann, er hann á lífi, hefur verið ráðist á hann, handrukkarar, hringingar um miðja nótt þar sem hann er í misgóðu ástandi af fráhvörfum eða geðrænum kvillum, sem svo oft fylgja þessari neyslu.... Reiðin, úræðaleisið, vonleisið, vanmáturinn að ógleymdum öllum tárunum. Allar lygarnar, og ljótu orðin, þjófnaðurinn, hann seldi örbylgjuofninn, hnífasettið, myndavélarnar okkar, við erum áhugaljósmyndarar, klesstir og ónýtir bílar og allur peningurinn. VÁ þið getið ekki ímyndað ykkur, ég var um tíma í aukavinnu og maðurinn minn vann langt fram á kvöld, við áttum varla föt og leyfðum okkur aldrei neitt, þetta fór allt í neysluna hjá honum, bjarga honum frá handrukkurum, hann falsaði nafnið mitt fyrir yfirdráttaheimild og lánum, tók BYKO kortið, kortið úr Húsasmiðjunni og Orkukortið, þar sem hann dældi á bíla og fékk borgað í pening, svo komu reikningar upp á mörg hundruð þúsund... En samt þá er hann alltaf barnið mitt, eina barnið mitt, stolt mitt og allt mitt líf og mér þykir óendanlega vænt um hann. Ég hef séð hann í hroðalegu ástandi, svo grannan að hann minnti helst á múmíu, heiðgulan, allan í klessu eftir að hann hafi verið lamin eða hann dottið, símtölin þar sem hann öskrar eins og sært dýr, grætur, er í sjálfsmorðshugleiðingum eða ætlar að ráðast á einhvern og drepa hann... Þegar hann er í lagi er allt þetta gleymt og fyrirgefið, því hann er í lagi, ekkert annað skiptir máli. Það er ekki alkohólismi í hans ætt svo vitað sé, þetta er áunnin fíkn hjá honum. Þetta getur hent alla. Maðurinn minn sem kom inn í líf okkar um það leyti sem þetta byrjaði og hefur staðið með mér í gegnum þetta öll þessi ár, TAKK það eru ekki til nógu sterk orð svo TAKK verður að duga. Barnsmóðir hans sem 17 ára átti barn með honum, sem betur fer ekki í rugli sjálf og hafði vit á að forða sér og lifir nokkuð eðlilegu lífi með manninum sínum og 4 börnum. Dóttir hans, ó elsku litli spelpan, hún varð 19 ára núna í október, lengst ef reyndum við að láta þau hittast en það var ekki alltaf hægt. Hann var bara ekki í ástandi til þess, hún vandist ömmu og afa helgum, var ekki alveg að skilja hvers vegna það væru ekki pabbahelgar eins og hjá vinkonum hennar, svo sárt að horfa uppá eftir því sem hún eldist og fór að skilja þetta betur og betur hvaða áhrif þetta hefur allt haft á hana. Núna laugardaginn 9. desember ætlum við aðstandendur að koma saman niður á Austurvelli. Aðallega erum við að mótmæla biðlistanum til að komast í meðferð OG til að vekja athygli á að bak við hvern fíkill eru nokkrir aðstandendur sem hafa borið hitann og þungan af þessari bið, biðin á dauðalistanum leggst þungt á aðstandendur. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra munu standa fyrir fyrstu mótmælunum á Austurvelli gegn úrræðaleysi og löngum biðlistum í afeitrun og áfengismeðferð laugardaginn 9. des kl 13. Höfundur er aðstandandi fíkils. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmunda heiti ég og er aðstandandi manns í fíkniefnaneyslu! Sonur minn hefur verið í neyslu fíkniefna frá 14 ára aldri, þetta byrjar saklaust, bjór um helgar með vinunum, svo smá hass, kók af og til og vín allskonar sull, hann hefur byrjað að sprauta sig um 16, 17 ára, Rítalín var hans aðal dóp en allt var notað jafnvel hestadeyfilyf.... Þetta var fjármagnað fyrst með sölu alls sem hann átti, sjónvarp, tölvan og fötin jafnvel úlpuna utan af sér um hávetur, mikið af verðmætum hurfu frá mér og öðrum fjölskyldumeðlimum, svo var logið við vorum í vandræðum og vantaði pening fyrir mat, læknisþjónustu eða lyfjum, og í stað þess að koma og spyrja mig trúði fólk þessu og lét hann hafa pening......... síðan kom dópsala, henda út kallast það, svo búðarhnupl og þjófnaður. Þegar hann var um 20 ára urðum við að láta hann flytja út, fyrst leigðum við herbergi fyrir hann, hingað og þangað sem alltaf endaði í rugli, síðan var hann í tjaldi heilt sumar, síðustu árin hefur hann verið á götunni, óstaðsettur í húsi, oftast á gistiskýlinu. Hann er núna 36 ára og hefur verið á biðlista eftir meðferð síðustu mánuði en búinn að fá inni á VOG þann 8. des. EN þetta er ekki um hann, heldur okkur aðstandendunum. Mig móður hans 58 ára löngu búinn að missa heilsuna. Allar meðferðirnar, vonin sem deyr, allar heimsóknirnar í fangelsið, ferðir á bráðamóttökuna, spítalainnlagnir, vita aldrei hvar barnið þitt er og hvort það sé í lagi með hann, er hann á lífi, hefur verið ráðist á hann, handrukkarar, hringingar um miðja nótt þar sem hann er í misgóðu ástandi af fráhvörfum eða geðrænum kvillum, sem svo oft fylgja þessari neyslu.... Reiðin, úræðaleisið, vonleisið, vanmáturinn að ógleymdum öllum tárunum. Allar lygarnar, og ljótu orðin, þjófnaðurinn, hann seldi örbylgjuofninn, hnífasettið, myndavélarnar okkar, við erum áhugaljósmyndarar, klesstir og ónýtir bílar og allur peningurinn. VÁ þið getið ekki ímyndað ykkur, ég var um tíma í aukavinnu og maðurinn minn vann langt fram á kvöld, við áttum varla föt og leyfðum okkur aldrei neitt, þetta fór allt í neysluna hjá honum, bjarga honum frá handrukkurum, hann falsaði nafnið mitt fyrir yfirdráttaheimild og lánum, tók BYKO kortið, kortið úr Húsasmiðjunni og Orkukortið, þar sem hann dældi á bíla og fékk borgað í pening, svo komu reikningar upp á mörg hundruð þúsund... En samt þá er hann alltaf barnið mitt, eina barnið mitt, stolt mitt og allt mitt líf og mér þykir óendanlega vænt um hann. Ég hef séð hann í hroðalegu ástandi, svo grannan að hann minnti helst á múmíu, heiðgulan, allan í klessu eftir að hann hafi verið lamin eða hann dottið, símtölin þar sem hann öskrar eins og sært dýr, grætur, er í sjálfsmorðshugleiðingum eða ætlar að ráðast á einhvern og drepa hann... Þegar hann er í lagi er allt þetta gleymt og fyrirgefið, því hann er í lagi, ekkert annað skiptir máli. Það er ekki alkohólismi í hans ætt svo vitað sé, þetta er áunnin fíkn hjá honum. Þetta getur hent alla. Maðurinn minn sem kom inn í líf okkar um það leyti sem þetta byrjaði og hefur staðið með mér í gegnum þetta öll þessi ár, TAKK það eru ekki til nógu sterk orð svo TAKK verður að duga. Barnsmóðir hans sem 17 ára átti barn með honum, sem betur fer ekki í rugli sjálf og hafði vit á að forða sér og lifir nokkuð eðlilegu lífi með manninum sínum og 4 börnum. Dóttir hans, ó elsku litli spelpan, hún varð 19 ára núna í október, lengst ef reyndum við að láta þau hittast en það var ekki alltaf hægt. Hann var bara ekki í ástandi til þess, hún vandist ömmu og afa helgum, var ekki alveg að skilja hvers vegna það væru ekki pabbahelgar eins og hjá vinkonum hennar, svo sárt að horfa uppá eftir því sem hún eldist og fór að skilja þetta betur og betur hvaða áhrif þetta hefur allt haft á hana. Núna laugardaginn 9. desember ætlum við aðstandendur að koma saman niður á Austurvelli. Aðallega erum við að mótmæla biðlistanum til að komast í meðferð OG til að vekja athygli á að bak við hvern fíkill eru nokkrir aðstandendur sem hafa borið hitann og þungan af þessari bið, biðin á dauðalistanum leggst þungt á aðstandendur. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra munu standa fyrir fyrstu mótmælunum á Austurvelli gegn úrræðaleysi og löngum biðlistum í afeitrun og áfengismeðferð laugardaginn 9. des kl 13. Höfundur er aðstandandi fíkils.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun