Hvernig hefur aukin fræðsla áhrif á ungmenni? Vigdis Kristin Rohleder skrifar 2. desember 2023 09:01 Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag. Fræðsla getur veitt ungmennum þekkingu og upplýsingar um mikilvægi jafnréttis kynjanna þar sem öll kyn njóta góðs af kynjajafnrétti. Skólar geta staðið að herferðum til að hjálpa nemendum að skilja og gera grein fyrir mismunandi tegundum kynbundins ofbeldis. Nemendur sem skilja og skynja valdbeitingu geta betur staðið gegn henni. Fræðsla ýtir undir gagnrýna hugsun sem gerir einstaklingum kleift að efast um samfélagsleg viðmið og ögra skaðlegum viðhorfum sem viðhalda kynbundnu ofbeldi. Gagnrýnin hugsun getur gert nemendum kleift að greina og fyrirbyggja grunnorsakir kynbundins ofbeldis og stuðlað að upplýstara samfélagi þar sem samkennd er ríkjandi. Með aukinni kynfræðslu geta nemendur lært um samþykki og grundvallaratriði heilbrigðra samskipta. Með því að efla jákvæð gildi í samböndum hjálpar fræðsla að skapa menningu sem hafnar neikvæðri hegðun og ýtir undir virðingu og skilning. Með aukinni þjálfun kennara og starfsfólks getum við bætt stuðningsnet þolenda. Með bættum viðbrögðum kennara og starfsmanna þegar tilkynning um ofbeldi á sér stað geta ungmenni frekar treyst á að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa. Ungmenni sem fá fræðslu um virðingarfull sambönd eru líklegri til að bera þessi gildi inn í sín fullorðinsár og slíta vítahring ofbeldis sem hefur fylgt kynslóð eftir kynslóð. Með því að kenna ágreinings- og samskiptafærni stuðlar fræðsla að því að skapa samfélag sem metur athafnir án ofbeldis til að leysa deilur. Í samfélaginu í dag eru í gangi ýmis átök og herferðir sem miða að því að binda enda á kyndbundið ofbeldi en til að skilaboðin nái til allra ungmenna þarf að miðla þeim á stærra sviði. Við krefjumst aukinnar fræðslu í skólum, aukinna (virðingarfullra) umræðna og að stofnanir samfélagsins grípi til frekari aðgerða til að binda enda á ofbeldi, einkum kynbundið ofbeldi. Látum fræðslu ekki vera val heldur skyldu til að byggja upp öruggt umhverfi. Með bættri fræðslu getur komandi kynslóð stuðlað að bættu samfélagi. Höfundur er varaforseti ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun