Hált á svellinu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar