Lilja Alfreðsdóttir úti á túni með seðlabankastjóra Örn Karlsson skrifar 27. nóvember 2023 08:01 Þeim mun oftar sem hagfræðingurinn og ráðherrann Lilja Alfreðsdóttir tjáir sig um hagræn málefni kemur betur í ljós hvað íslensk hagfræðimenntun og uppeldi í Seðlabankanum gefur haldlítið vegarnesti til hagstjórnar með verðstöðugleika að markmiði. Grein ráðherrans í Morgunblaðinu 25. nóvember sl. er lýsandi dæmi. Greinilegt er að Íslenski hagskólinn er fastur í fræðum áttunda áratugar síðustu aldar. Það er því ekki að furða að allt gangi hér á afturfótum. Veruleikinn sem Lilja lifir í og lýsir í grein sinni er ákaflega einfaldur, efnislega nokkurn veginn á þessa leið; Verðbólga er sama sem breytingar á vísitölu neysluverðs, ef hún er há er það merki um miklar verðbólguvæntingar í samfélaginu og ber þá að keyra stýrivexti hart fram eins og Volker gerði í Bandaríkjunum í kringum 1980. Vel að merkja þá er málflutningur Lilju samstiga handarbakarvinnubrögðum Ásgeirs Jónssonar og fylgifólks hans í Seðlabanka Íslands og til stuðnings meðalinu sem okkur Íslendingum er gefið, kreppuvaldandi eiturpillu frá 1980. Það virðist hafa farið framhjá íslenska hagskólanum uppfærsla peningahagvísindanna á tíunda áratug síðustu aldar. Sú uppfærsla fór fram beggja vegna Atlantsála. Í USA varð stefnubreyting samfara þeirri niðurstöðu Ben Bernanke o.fl. að olíukreppurnar á áttunda áratug síðustu aldar hefðu ekki stafað frá hækkuðu olíuverði heldur hertri peningastefnu sem svar við hækkaðri neysluvísitölu. Peningahagfræðingar áttuðu sig á að það er andstætt markmiðum um verðstöðugleika að rjúka upp með vexti þegar neysluverðsvísitölur taka kipp til hækkunar vegna atvika óháðra breytingum á innra virði greiðslumyntar. Peningahagfræðin lagðist í greiningarvinnu á verðlagsbreytingum. Ýmsar aðferðir litu dagsins ljós við greiningu á kjarnaverðbólgunni, þeim þætti verðlagsbreytinganna sem er sameiginlegur í vöruflórunni. Peningahagfræðingar áttuðu sig á að besta nálgun á peningaþætti verðbreytinganna væri einmitt þessi sameiginlegi þráður verðbreytinganna. Og þeir áttuðu sig á að seðlabankar yrðu að hafa fókusinn á þessum þætti því stjórntæki seðlabanka væru eingöngu tæk á þann þátt. Við Íslendingar erum hins vegar enn á þeirri blaðsíðu í peningahagfræðinni að rjúka bara upp með vextina ef vísitala neysluverðs siglir upp alveg óháð því hvort orsakanna er að leita í breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar eða hvort þeirra er að leita í raun hnykkjum óháðum peningum. Þess vegna fer ennþá allt í skrúfuna hjá okkur alveg eins og gerðist í olíukreppum síðustu aldar á heimsvísu. Við rjúkum bara upp með vextina, brjótum allt og brömlum ef vísitala neysluverðs rís, jafnvel þótt engin hreyfing sé sýnilega á innra virði krónunnar. Þetta háttalag vinnur gegn verðstöðugleika því það grefur undan greiðslumyntinni til meðal langs tíma. Seðlabankinn reiknar undirliggjandi verðbólgu þótt hann geri í raun ekkert með niðurstöðuna. Þessi undirliggjandi verðbólga Seðlabankans er þó alls engin nálgun á peningaþætti verðlagsbreytinganna eins og hún ætti að vera því hún er meðaltal einhverra kjarnavísitalna sem Hagstofan tekur saman og reiknar. Takið eftir, meðaltal! Þegar verkefnið er að finna samnefnara verðlagsbreytinganna má fullyrða að það finnst aldrei með meðaltali hinna svokölluðu kjarnavísitalna. Aldrei. Samfélagið hefur háar verðbólguvæntingar því samfélagið veit að stjórnvöld og Seðlabankinn kunna ekki til verka eins og viðvarandi rýrnun greiðslumyntarinnar minnir stöðugt á. Hróp ráðamanna á láglaunastéttir sem ná ekki endum saman og spjall um verðbólguvæntingar er súr brandari. Hvernig væri fyrst að líta sér nær? Getur verið að verðbólguþrýstingurinn sé af því að peningamagnið er þanið umfram það sem hentar raunhagkerfinu? 500 milljarðarnir sem ráðamenn sáldruðu yfir samfélagið í Covid leiddu í mörgum tilfellum til mikils hagnaðarauka fyrirtækja. Af hverju var sá hluti ekki skattlagður til baka? Mikil útlánaaukning bankakerfisins síðan viðheldur þrýstingnum. Ráðherra virðist ekki koma auga á að allt er gert af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans, einu nafni ráðamanna, til að viðhalda þrýstingnum og þess vegna ílengist verðbólgan og þess vegna styttist í eða jafnvel þegar hafið að greiðslumyntin okkar gefi eftir á gjaldeyrismörkuðum. Hvert er verkefnið ef peningamagnið er umfram það sem passar raunhagkerfinu? Er þá ekki verkefnið að leyfa verðbólgunni að sneiða aðeins af peningamagninu? Bara rétt eins og Danir gerðu síðustu misseri með frábærum árangri? En hvað gerum við? Við gerum allt öfugt við Dani og erum þess vegna með bullandi verðbólguþrýsting ennþá. Öllum okkar kröftum, sem stjórnað er af ráðamönnum, er beitt í að passa að peningamagnið í höndum fjármálakerfisins skerðist ekkert. Ráðamenn klappa verðtryggingunni og troða sem mest inn í hana. Verðtryggður peningur rýrnar ekki í verðbólgu. Ráðamenn kyrja raunvaxtamöntruna og keyra stýrivexti upp fyrir verðbólgu í miðjum verðbólguskelli svo lánastabbinn sem er á breytilegum vöxtum skerðist ekkert heldur. Ráðamenn auka vaxtamun við útlönd með þeirri afleiðingu að peningamagnið fær aukinn kaupmátt á heimsvísu til skamms tíma sem auðvitað jafngildir peningaprentun og ýtir undir vöruskiptahalla. Aðgerðir yfirvalda leiða til fjármálalegs óstöðugleika og leiða þess að peningaleg aðlögun til léttingar verðbólguþrýstings fer fram í gegnum minni hluta peningamagnsins. Samanlögð verðbólga og þar með verðrýrnun greiðslumyntarinnar verður því mun meiri en ef aðlögunin færi í gegnum allt peningamagnið. Laun rýrna því meira og hraðar en þörf væri á ef allt peningamagnið tæki þátt. Þess vegna þarf verkafólk að sýna þá festu sem ráðamenn kveinka sér undan. Með íslensku aðferðinni eykst hagnaður fjármálakerfisins í verðbólgu. Fjármálakerfið fær stærri tök í raunhagkerfinu og útlánageta þess eykst. Möguleikar banka til peningaprentunar vaxa að öðru jöfnu. Íslensku bankarnir nýta þessa stöðu óhikað. Þetta þekkist ekki meðal siðaðra vestrænna þjóða sem fremstar standa hvað verðstöðugleika varðar. Í fyrsta lagi er verðbólgan greind og varlega stigið. Fastvaxtakerfi húsnæðislána sneiðir hratt af peningamagninu og heldur aftur af fjármálastofnunum í verðbólgu. Stýrivextir eru heldur ekki keyrðir upp fyrir verðbólgu eins og hér í miðjum verðbólguskelli og þess vegna sneiðist einnig af útlánum með breytilegum vöxtum. Allt peningamagnið skerðist og leggur til aðlögunarinnar. Verðbólguþrýstingur fellur því öruggum skrefum. Á meðan Íslenskir ráðamenn velta fyrir sér kjölfestu verðbólguvæntinga og launakröfum láglaunastétta en sjá ekki frelsisskerðandi misskiptingarspillinguna sem þrífst í skjóli þeirra sjálfra, breytist ekkert. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þeim mun oftar sem hagfræðingurinn og ráðherrann Lilja Alfreðsdóttir tjáir sig um hagræn málefni kemur betur í ljós hvað íslensk hagfræðimenntun og uppeldi í Seðlabankanum gefur haldlítið vegarnesti til hagstjórnar með verðstöðugleika að markmiði. Grein ráðherrans í Morgunblaðinu 25. nóvember sl. er lýsandi dæmi. Greinilegt er að Íslenski hagskólinn er fastur í fræðum áttunda áratugar síðustu aldar. Það er því ekki að furða að allt gangi hér á afturfótum. Veruleikinn sem Lilja lifir í og lýsir í grein sinni er ákaflega einfaldur, efnislega nokkurn veginn á þessa leið; Verðbólga er sama sem breytingar á vísitölu neysluverðs, ef hún er há er það merki um miklar verðbólguvæntingar í samfélaginu og ber þá að keyra stýrivexti hart fram eins og Volker gerði í Bandaríkjunum í kringum 1980. Vel að merkja þá er málflutningur Lilju samstiga handarbakarvinnubrögðum Ásgeirs Jónssonar og fylgifólks hans í Seðlabanka Íslands og til stuðnings meðalinu sem okkur Íslendingum er gefið, kreppuvaldandi eiturpillu frá 1980. Það virðist hafa farið framhjá íslenska hagskólanum uppfærsla peningahagvísindanna á tíunda áratug síðustu aldar. Sú uppfærsla fór fram beggja vegna Atlantsála. Í USA varð stefnubreyting samfara þeirri niðurstöðu Ben Bernanke o.fl. að olíukreppurnar á áttunda áratug síðustu aldar hefðu ekki stafað frá hækkuðu olíuverði heldur hertri peningastefnu sem svar við hækkaðri neysluvísitölu. Peningahagfræðingar áttuðu sig á að það er andstætt markmiðum um verðstöðugleika að rjúka upp með vexti þegar neysluverðsvísitölur taka kipp til hækkunar vegna atvika óháðra breytingum á innra virði greiðslumyntar. Peningahagfræðin lagðist í greiningarvinnu á verðlagsbreytingum. Ýmsar aðferðir litu dagsins ljós við greiningu á kjarnaverðbólgunni, þeim þætti verðlagsbreytinganna sem er sameiginlegur í vöruflórunni. Peningahagfræðingar áttuðu sig á að besta nálgun á peningaþætti verðbreytinganna væri einmitt þessi sameiginlegi þráður verðbreytinganna. Og þeir áttuðu sig á að seðlabankar yrðu að hafa fókusinn á þessum þætti því stjórntæki seðlabanka væru eingöngu tæk á þann þátt. Við Íslendingar erum hins vegar enn á þeirri blaðsíðu í peningahagfræðinni að rjúka bara upp með vextina ef vísitala neysluverðs siglir upp alveg óháð því hvort orsakanna er að leita í breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar eða hvort þeirra er að leita í raun hnykkjum óháðum peningum. Þess vegna fer ennþá allt í skrúfuna hjá okkur alveg eins og gerðist í olíukreppum síðustu aldar á heimsvísu. Við rjúkum bara upp með vextina, brjótum allt og brömlum ef vísitala neysluverðs rís, jafnvel þótt engin hreyfing sé sýnilega á innra virði krónunnar. Þetta háttalag vinnur gegn verðstöðugleika því það grefur undan greiðslumyntinni til meðal langs tíma. Seðlabankinn reiknar undirliggjandi verðbólgu þótt hann geri í raun ekkert með niðurstöðuna. Þessi undirliggjandi verðbólga Seðlabankans er þó alls engin nálgun á peningaþætti verðlagsbreytinganna eins og hún ætti að vera því hún er meðaltal einhverra kjarnavísitalna sem Hagstofan tekur saman og reiknar. Takið eftir, meðaltal! Þegar verkefnið er að finna samnefnara verðlagsbreytinganna má fullyrða að það finnst aldrei með meðaltali hinna svokölluðu kjarnavísitalna. Aldrei. Samfélagið hefur háar verðbólguvæntingar því samfélagið veit að stjórnvöld og Seðlabankinn kunna ekki til verka eins og viðvarandi rýrnun greiðslumyntarinnar minnir stöðugt á. Hróp ráðamanna á láglaunastéttir sem ná ekki endum saman og spjall um verðbólguvæntingar er súr brandari. Hvernig væri fyrst að líta sér nær? Getur verið að verðbólguþrýstingurinn sé af því að peningamagnið er þanið umfram það sem hentar raunhagkerfinu? 500 milljarðarnir sem ráðamenn sáldruðu yfir samfélagið í Covid leiddu í mörgum tilfellum til mikils hagnaðarauka fyrirtækja. Af hverju var sá hluti ekki skattlagður til baka? Mikil útlánaaukning bankakerfisins síðan viðheldur þrýstingnum. Ráðherra virðist ekki koma auga á að allt er gert af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans, einu nafni ráðamanna, til að viðhalda þrýstingnum og þess vegna ílengist verðbólgan og þess vegna styttist í eða jafnvel þegar hafið að greiðslumyntin okkar gefi eftir á gjaldeyrismörkuðum. Hvert er verkefnið ef peningamagnið er umfram það sem passar raunhagkerfinu? Er þá ekki verkefnið að leyfa verðbólgunni að sneiða aðeins af peningamagninu? Bara rétt eins og Danir gerðu síðustu misseri með frábærum árangri? En hvað gerum við? Við gerum allt öfugt við Dani og erum þess vegna með bullandi verðbólguþrýsting ennþá. Öllum okkar kröftum, sem stjórnað er af ráðamönnum, er beitt í að passa að peningamagnið í höndum fjármálakerfisins skerðist ekkert. Ráðamenn klappa verðtryggingunni og troða sem mest inn í hana. Verðtryggður peningur rýrnar ekki í verðbólgu. Ráðamenn kyrja raunvaxtamöntruna og keyra stýrivexti upp fyrir verðbólgu í miðjum verðbólguskelli svo lánastabbinn sem er á breytilegum vöxtum skerðist ekkert heldur. Ráðamenn auka vaxtamun við útlönd með þeirri afleiðingu að peningamagnið fær aukinn kaupmátt á heimsvísu til skamms tíma sem auðvitað jafngildir peningaprentun og ýtir undir vöruskiptahalla. Aðgerðir yfirvalda leiða til fjármálalegs óstöðugleika og leiða þess að peningaleg aðlögun til léttingar verðbólguþrýstings fer fram í gegnum minni hluta peningamagnsins. Samanlögð verðbólga og þar með verðrýrnun greiðslumyntarinnar verður því mun meiri en ef aðlögunin færi í gegnum allt peningamagnið. Laun rýrna því meira og hraðar en þörf væri á ef allt peningamagnið tæki þátt. Þess vegna þarf verkafólk að sýna þá festu sem ráðamenn kveinka sér undan. Með íslensku aðferðinni eykst hagnaður fjármálakerfisins í verðbólgu. Fjármálakerfið fær stærri tök í raunhagkerfinu og útlánageta þess eykst. Möguleikar banka til peningaprentunar vaxa að öðru jöfnu. Íslensku bankarnir nýta þessa stöðu óhikað. Þetta þekkist ekki meðal siðaðra vestrænna þjóða sem fremstar standa hvað verðstöðugleika varðar. Í fyrsta lagi er verðbólgan greind og varlega stigið. Fastvaxtakerfi húsnæðislána sneiðir hratt af peningamagninu og heldur aftur af fjármálastofnunum í verðbólgu. Stýrivextir eru heldur ekki keyrðir upp fyrir verðbólgu eins og hér í miðjum verðbólguskelli og þess vegna sneiðist einnig af útlánum með breytilegum vöxtum. Allt peningamagnið skerðist og leggur til aðlögunarinnar. Verðbólguþrýstingur fellur því öruggum skrefum. Á meðan Íslenskir ráðamenn velta fyrir sér kjölfestu verðbólguvæntinga og launakröfum láglaunastétta en sjá ekki frelsisskerðandi misskiptingarspillinguna sem þrífst í skjóli þeirra sjálfra, breytist ekkert. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun