Þjóðarmorð í beinni útsendingu Urður Hákonardóttir skrifar 26. nóvember 2023 15:01 Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað hafa 6150 palestínsk börn verið myrt og meira en 4700 barna er enn saknað. Það gera 10.850 börn. Þegar þetta er ritað eru 8704 fullorðnar palestínskar manneskjur drepnar og 2300 enn saknað. Það gera 11004 fullorðna; hvers börn eru nú munaðarlaus. 36000 manns eru alvarlega slasaðir, gera má ráð fyrir því að um helmingur þeirra séu börn. Þar sem tæplega helmingur allra íbúa á Gaza eru börn. Munaðarlaus, sveltandi, limlest og traumatíseruð börn. Dáin börn. Það er gjá á milli stjórnmálamanna og íslensks almennings. Það hefur orðið rof í mennskunni. Ég hugsaði um það þegar ég stóð einn þriðjudagsmorgun í rigningunni. Konur, menn og kvár. Fullorðið fólk, miðaldra fólk, ungt fólk og börn voru mætt fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og stríðsglæpum Ísraels á Gaza. Ráðherrum var ekið upp að dyrum þar sem þeir stigu út og ýmist gáfu okkur engan gaum eða litu yfir hópinn með fyrirlitningu. Eins og við byggjum í milljóna landi og þau væru ósnertanleg og yfir okkur hafin, ekki eins og við búum í tæplega 400.000 manna samfélagi á eyju þar sem nánast allir þekkja alla. Stjórnmálamaður með bein í nefinu hefði mætt okkur en enginn af þeim gaf sér tíma til að koma til okkar og taka samtalið. Við stóðum í rigningunni og á meðan við grétum með íslenskum ríkisborgurum, af palestínskum uppruna, sem hafa misst fjölskyldu og vini á hræðilegan hátt undanfarnar vikur, stóðu einkabílstjórarnir í léttu spjalli við löggurnar fyrir aftan bílana sem mynduðu glansandi svartan varnarvegg milli okkar og ráðherrabústaðarins. Við og þau. Ætli það sé það sem flestir ráðamenn Íslands hugsa? Við, með silfurskeiðarnar, og þau, almúginn sem getur ekki haft vit fyrir sjálfum sér hvað þá okkur sem hér stjórnum. Við og þau. Er það þannig sem við hugsum? Við sem hér búum við öryggi og þurfum aldrei að efast um hjálp handa börnunum okkar og þau sem búa við harðríki, kúgun og stanslausar árásir. Þau sem eru vön, svona er þetta alltaf hjá þeim. Ísraelsk stjórnvöld eru að útrýma og úthýsa palestínsku þjóðinni. Af Gaza. Af Vesturbakkanum. Því Ísrael er í landtöku. Það er ekki tilviljun eða misskilningur að Netanyahu hafi sýnt kort af landsvæðinu sem nú er Ísrael og Palestína, þar sem búið var að afmá Palestínu af því, á samkomu Sameinuðu Þjóðanna í New York. Enginn brást við þeirri hryllilegu yfirlýsingu sem felst í þeirri mynd. Vesturlönd eru í algjörri meðvirkni. Kannski að slaufunarmenningin sé að valda svo miklum ótta að meira að segja stjórnmálamenn sem áður hafa barist fyrir frjálsri Palestínu eins og núverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, þora ekki að taka afstöðu í verki. Palestínskt fólk sem hefur verið neytt til að flýja heimili sín í norðurhluta Gaza fær ekki að snúa heim, til þess sjá skyttur sem skjóta, líka í vopnahléi. Þar ætlar ísraelskt landtökufólk að byggja heilagt land fyrir börnin sín á fjöldagröfum palestínskra barna. Eins og Ísrael hefur gert í áratugi. Öll börn fæðast saklaus og bjargarlaus. Öll börn eiga skilið að alast upp áhyggjulaus og örugg. Öll börn eiga skilið að alast upp í ást og að mega elska. Ekki bara okkar börn. Öll börn eru á okkar ábyrgð í þessum heimi. Þess vegna verðum við að hugsa; við. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi þeirra barna sem eftir lifa á Gaza? Og þeirra barna sem eftir lifa á Vesturbakkanum? Ef íslensk stjórnvöld fordæma í alvöru „aðgerðir“ Ísraelshers í Palestínu krefst ég þess að þau sýni það í verki og slíti viðskipta- og stjórnmálasambandi við Ísrael tafarlaust! Höfundur er listakona.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun