Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð Katrín Harðardóttir skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun