„Þetta líktist helst rokktónleikum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 20:00 Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot. Vísir/Arnar Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins. Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira